Innlent

Samstarfskonurnar ósáttar við Guðbjart

BBI skrifar
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra.
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra. Mynd/Stefán Karlsson
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar er ekki ánægð með ákvörðun Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, að hækka laun forstjóra Landspítalans um 450 þúsund krónur á mánuði á meðan aðrir starfsmenn á spítalanum hafa mátt þola kjaraskerðingu.

Á meðan launakjör starfsfólks Landspítalans hafa ekki verið bætt telur kvennahreyfingin fráleitt að ráðherran geti hækkað laun forstjórans án aðkomu kjararáðs. „Ákvörðun ráðherra er ekki réttlætanleg á meðan öðru „ómissandi" starfsfólki eru enn boðin skert kjör," segir í yfirlýsingu.

Þar sem eitt helsta baráttumál Samfylkingarinnar er aukinn tekjujöfnuður og samfélagssátt telur kvennahreyfingin að ákvörðun Guðbjarts sé ekki í samræmi við stefnu flokksins. Kvennahreyfingin hvetur ráðherra til að hækka ekki eingöngu laun þess sem er hæst launaður heldur skoða launauppbyggingu innan heilbrigðiskerfisins heildstætt og setja starfsfólk sem tekið hefur á sig kjaraskerðingu í forgang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×