Innlent

Hundur í óskilum

BBI skrifar
Hundurinn sem fannst á Hafnarfjarðarvegi. Hann virðist vera labrador.
Hundurinn sem fannst á Hafnarfjarðarvegi. Hann virðist vera labrador.
Þessi svarti hundur fannst á Hafnarfjarðarvegi í kvöld. Hann var blautur og ólarlaus en afar góður og hlýðinn að sögn finnanda. Ef einhver saknar hvutta er hægt að komast í samband við aðilann sem fann hann í síma 778-6686.

Það var Tara Línudóttir sem fann hundinn á leið sinni eftir Hafnarfjarðarvegi. Að eigin sögn hafði hún samband við lögreglu en kom þar að lokuðum dyrum. „Það vildi enginn gera neitt fyrir mig," sagði hún. Henni var að sögn bent á að eini staðurinn sem hún gæti komið hundinum á væri hundahótelið á Leirum á Kjalarnesi. Þar sem Tara var á leið til Keflavíkur var það ekki inni í myndinni.

Árni Vigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að almennt bregðist lögreglan ekki svona við þeim sem leita til hennar með fundna hunda. „Lögreglan á almennt að taka við þeim og koma þeim á hundahótelið," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×