Innlent

Snilldarlausnir á dagskrá í ár

BBI skrifar
Frumkvöðlasetrið Innovit handsalaði í dag samstarfssamning við Marel og Samtök atvinnulífsins um hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna sem nefnist Snilldarlausnir Marel. Keppnin verður því haldin í fjórða sinn í ár.

Snilldarlausnir ganga út á að framhaldsskólanemar noti hugarflug sitt til að gera sem mest virði úr einföldum hlutum. Síðustu ár hefur verið unnið með herðatré, pappakassa og dósir.

Talsmenn Innovit segja með hreinum ólíkindum hvað sköpunargáfu framhaldsskólanema séu lítil takmörk sett og árlega berist fjöldi áhugaverðra hugmynda um notkun einfaldra hluta. Fjöldi hugmynda hefur einnig tvöfaldast milil ára í hvert sinn sem keppnin er haldin. „Því er Innovit ákaflega dýrmætt að fá öfluga aðila á borð við Marel og SA til liðs við sig" svo hægt sé að gera keppnina sem best úr garði.

Hörður Vilberg verkefnastjóri hjá SA og Stefán Þór Helgason handsala samstarfið.
Innovit auglýsir eftir áhugasömum aðilum í verkefnastjórn keppninnar og hvetur alla framhaldsskólanema sem hafa áhuga á nýsköpun, tækni og vísindum til að setja sig í samband við framkvæmdastjóra keppninnar í gegnum netfangið stefan@innovit.is.

Á tenglinum hér að ofan má sé vinningstillöguna frá því í fyrra en þar var unnið með dósir á nýstárlegan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×