Fjölskylda myrt í Frakklandi - Telpa komst lífs af 6. september 2012 08:25 mynd/AP Fjögurra ára gömul stúlka lifði af hrottalega morðárás í Frakklandi í nótt. Stúlkan lá á grúfu milli lappa móður sinnar og hafði ekki hreyft sig í rúmar átta klukkustundir þegar lögreglumenn komu á vettvang. Voðaverkið átti sér stað skammt frá Chevaline í frönsku Ölpunum í nótt. Lík þriggja manna, karls og tveggja kvenna, fundust í bifreiðinni en þau höfðu öll verið skotin margsinnis. Þremenningarnar voru breskir ferðamenn og eru talin tilheyra sömu fjölskyldunni. Í fyrstu var talið að allir farþegar bílsins væru látnir enda höfðu hitamyndavélar frönsku lögreglunnar ekki greint stúlkuna þegar hún flaug yfir farartækið í nótt. Lögreglumenn voru því steini lostnir þegar í ljós kom að telpan væri í raun á lífi og ómeidd í þokkabót. Vonast er til að stúlkan geti varpað ljósi á voðaverkið. Að sögn lögreglumannanna var stúlkan í losti og lá grafkyrr þangað til að hún dregin út úr bílnum. Skammt frá bílnum fannst síðan önnur stúlka, átta ára að aldri, og er hún talin vera eldri systir telpunnar.. Hún hafði verið skotin þrisvar sinnum og var flutt á sjúkrahús. Hún er talin vera lífshættulega særð. Þá var hjólreiðamaður einnig skotin til bana. Líklegt þykir að ódæðismaðurinn hafi ætlað að ræna bresku ferðamennina og ógnað þeim með einhvers konar skotvopni. Þá er talið að hjólreiðamanninn hafi borið að og að ræninginn hafi farið á taugum og skotið á fólkið. Hvorki tangur né tetur hefur fundist af morðingjanum. Rúmlega sextíu lögreglumenn taka nú þátt rannsókninni. Þá verða líkin krufin í dag eða á morgun. Lögreglan í Frakklandi hefur enn ekki gefið út nöfn fórnarlambanna. Kennsl hafa þó verið borin á ökumann bifreiðarinnar og er hann breskur ríkisborgari. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira
Fjögurra ára gömul stúlka lifði af hrottalega morðárás í Frakklandi í nótt. Stúlkan lá á grúfu milli lappa móður sinnar og hafði ekki hreyft sig í rúmar átta klukkustundir þegar lögreglumenn komu á vettvang. Voðaverkið átti sér stað skammt frá Chevaline í frönsku Ölpunum í nótt. Lík þriggja manna, karls og tveggja kvenna, fundust í bifreiðinni en þau höfðu öll verið skotin margsinnis. Þremenningarnar voru breskir ferðamenn og eru talin tilheyra sömu fjölskyldunni. Í fyrstu var talið að allir farþegar bílsins væru látnir enda höfðu hitamyndavélar frönsku lögreglunnar ekki greint stúlkuna þegar hún flaug yfir farartækið í nótt. Lögreglumenn voru því steini lostnir þegar í ljós kom að telpan væri í raun á lífi og ómeidd í þokkabót. Vonast er til að stúlkan geti varpað ljósi á voðaverkið. Að sögn lögreglumannanna var stúlkan í losti og lá grafkyrr þangað til að hún dregin út úr bílnum. Skammt frá bílnum fannst síðan önnur stúlka, átta ára að aldri, og er hún talin vera eldri systir telpunnar.. Hún hafði verið skotin þrisvar sinnum og var flutt á sjúkrahús. Hún er talin vera lífshættulega særð. Þá var hjólreiðamaður einnig skotin til bana. Líklegt þykir að ódæðismaðurinn hafi ætlað að ræna bresku ferðamennina og ógnað þeim með einhvers konar skotvopni. Þá er talið að hjólreiðamanninn hafi borið að og að ræninginn hafi farið á taugum og skotið á fólkið. Hvorki tangur né tetur hefur fundist af morðingjanum. Rúmlega sextíu lögreglumenn taka nú þátt rannsókninni. Þá verða líkin krufin í dag eða á morgun. Lögreglan í Frakklandi hefur enn ekki gefið út nöfn fórnarlambanna. Kennsl hafa þó verið borin á ökumann bifreiðarinnar og er hann breskur ríkisborgari.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira