Fleiri fréttir

Of seint að tala um umbætur

„Það er of seint að tala um umbætur, nú er tími kominn á breytingar,“ sagði Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, um ástandið í Sýrlandi, þar sem Bashar al Assad forseti reynir enn að berja niður uppreisn. Morsi segir að Assad ætti að draga lærdóm af nýlegri sögu, og vísaði þar til byltinga víða í arabaheiminum.

Ódýrast að ferðast um landið með Strætó

Að taka strætó á milli bæjarfélaga virðist vera ódýrasti ferðamátinn sem völ er á. Vagnarnir munu keyra til meira en fjörutíu bæjarfélaga eftir áramót. Strætó bs. fær 30 milljónir árlega frá sveitarfélögunum fyrir þátt sinn í starfinu.

Vilja fá leigubílaskýli í Lækjargötuna aftur

„Fólk getur beðið í þessu skýli í marga sólarhringa án þess að fá leigubíl,“ segir Jóhann Sigfússon, formaður Bifreiðastjórafélagsins Átaks, um safnskýli fyrir leigubílafarþega í Hafnarstræti.

Sjálfboðaliðum þakkað

Hundruð manna mættu í gær til minningarathafnar um Sigrid Giskegjerde Schjetne, sex-tán ára stúlku sem fannst látin á mánudagskvöld, mánuði eftir að hún hvarf.

80 milljónir í átta verkefni

Átta verkefni frá sex félagasamtökum hafa fengið úthlutað ríkisstyrkjum vegna þróunarsamvinnu. Fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins að framlög í þessari úthlutun nemi um 80 milljónum króna.

Arafat verður grafinn upp

Hópur franskra réttarmeinafræðinga heldur á næstu dögum til Ramallah á Vesturbakkanum í því skyni að grafa upp lík Jassers Arafats, sem lengi var helsti leiðtogi Palestínumanna.

Raflögnum og rafbúnaði víða ábótavant

Heilbrigðismál Raflögnum og rafbúnaði á sjúkrastofnunum hér á landi er víða ábótavant. Þetta kemur fram í úttekt Mannvirkjastofnunar á ástandi raflagna og rafbúnaðar á yfir hundrað sjúkrastofnunum.

Slasaður eftir dvergflóðhest

Dýragarðsvörður í Tékklandi var fluttur á sjúkrahús með þyrlu í gær eftir að hafa orðið fyrir árás dvergflóðhests.

Foreldrar kemba börnum ekki nóg

Foreldrar sem eiga börn í skólum þar sem lúsasmit kemur upp eru ekki nægilega duglegir við að kemba hár barna sinna. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem kallar eftir átaki á landsvísu til að hefta útbreiðslu sníkjudýrsins.

Vill hámark á gjaldskrá dagforeldra

Kópavogsbær vill setja hámarksgjald á þjónustu dagforeldra í bænum. Dæmi er um að foreldrar hafi greitt ríflega 90 þúsund krónur fyrir mánuð hjá dagforeldri í bænum sem er tvöfalt meira en bærinn telur æskilegt.

Þjóðverjar fjölmennastir í ágúst

Ferðamönnum á Íslandi fjölgaði í ágústmánuði milli ára um 13,2% samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Það er svipuð fjölgun og í öðrum mánuðum.

Styttist í kynningu á stjórnarskrárfrumvarpinu

Alþingi mun fljótlega senda kynningarbækling á hvert einasta heimili landsins til að varpa ljósi á innihald frumvarps stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Einnig verður opnuð heimasíða í upplýsingarskyni.

Bubbi heimsækir bændur í Beint frá býli

Beint frá býli eru nýir þættir á Stöð 2 þar sem Bubbi Morthens og Gísli Berg sækja íslenska bændur heim og blása til tónlistarveislu í stofunni heima hjá þeim ásamt vinsælustu hljómsveitum landsins.

Eitt stærsta þjófnaðarmál frá upphafi þingfest

Eitt stærsta þjófnaðarmál sem komið hefur upp á Íslandi var þingfest í dag. Þar er mæðgum af víetnömskum uppruna gefið að sök að hafa stolið fatnaði, skóm og snyrtivörum fyrir um 14 milljónir króna.

Andlega vanheill Íslendingur í fangelsi á Spáni

Íslendingur um sextugt, sem á við andlega vanheilsu að stríða, hefur setið í fangelsi á Spáni um tveggja ára skeið. Unnið er að því að koma manninum heim til þess að ljúka afplánun hér á landi.

Leita sama mannsins á sitthvorum staðnum

Tvær björgunarsveitir leita nú að sama slasaða ferðamanninum. Þær leita hins vegar á sitthvorum staðnum á landinu og ber mikið í milli. Ástæðan er sú að maðurinn hringdi sjálfur á Neyðarlínuna, óskaði eftir aðstoð og gaf upp gps-staðsetningu.

Sex unnu 22 milljónir í Víkingalottóinu

Sex einstaklingar unnu fyrsta vinning í Víkingalottóinu í kvöld og hlutu tæpar 22 milljónir í vinning hver. Vinningsmiðarnir voru allir seldir erlendis, 2 í Danmörku og 4 í Noregi.

Afinn fullur með barnabarnið í bílnum

Roskinn karlmaður var á dögunum stöðvaður við umferðareftirlit í borginni. Hann reyndist vera drukkinn við stýrið og ekki nóg með það því ólögráða barnabarn hans var meðferðis í bílnum. Afinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en barnaverndaryfirvöld upplýst um málið vegna barnsins.

Öldungaráð stofnað í Reykjavík

Samþykkt var að stofna sérstakt öldungaráð í Reykjavík á borgarstjórnarfundi í gær. Ráðið verður skipað eldri borgurum og á að funda reglulega um málefni þeirra og vera borgarstjórn til ráðgjafar.

Rannsókn í Bökkunum lögð til hliðar - augljós ósannindi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt rannsókn á meintri árás í Bökkunum um helgina til hliðar þar sem augljóslega er um ósannindi að ræða. Í samtali við lögreglu kemur fram að maðurinn verður ekki kærður fyrir að gefa ranga skýrslu en málið þó litið alvarlegum augum.

Örmagnaðist á Laugavegi

Björgunarsveitamenn úr Rangárvallasýslu sóttu í dag mann á Laugaveginn, gönguleiðinni milli Þórsmerkur og Landmannalauga. Maðurinn var orðinn afar þreyttur og treysti sér ekki til að ganga lengra. Björgunarsveitir fóru á þremur bílum á svæðið þar sem mikið vatn er í ám og því óráðlegt að vera einbíla á ferð.

Hætta á flóðbylgju við Kosta Ríka og Panama

Ekki hafa borist fregnir af stórfelldu tjóni eða mannfalli eftir að öflugur jarðskjálfti skóg norðvesturströnd Kosta Ríku í dag. Skjálftinn var 7.6 stig að stærð en upptök hans voru í um 140 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni San Jose. Upptök jarðskjálftans voru á rúmlega fjörutíu kílómetra dýpi.

Auðkýfingur vill lægri laun í Ástralíu

Hin ástralska Gina Rinehart, ein ríkasta kona veraldar, hefur valdið miklu fjaðrafoki í heimalandi sínu. Hún sagði á dögunum að Ástralíu væri of dýrt land og að Ástralar væru almennt séð duglausir. Þá fór hún einnig fram á að laun yrðu lækkuð í landinu.

Stal rafmagni og ræktaði kannabis

Karlmaður var dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag, meðal annars fyrir kannabisræktun og að hafa stolið rafmagni úr næstu íbúð. Maðurinn ræktaði efnin í Hveragerði. Maðurinn var stöðvaður af lögreglunni á Selfossi í janúar síðastliðnum. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann meðal annars neitaði að gefa blóðsýni, en hann var undir áhrifum kannabisefna.

Dæmd fyrir að stela tíu milljónum frá KPMG

Tæplega fimmtug kona var dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir fjárdrátt en hún dró sér tæplega tíu milljónir króna frá endurskoðendafyrirtækinu KPMG. Konan starfaði þar sem launafulltrúi en hún millifærði fé fyrirtækisins af bankareikningum þess í BYR Sparisjóði, sem konan hafði prókúru á í starfi sínu í þágu félagsins. Fjárdrátturinn stóð yfir frá árinu 2008 til 2010.

Gufusprenging í kjarnorkuveri í Frakklandi

Gufusprenging átti sér stað í Fessenheim kjarnorkuverinu í Frakkland fyrir skömmu. Lögreglan þar í landi hefur staðfest að tveir starfsmenn hafi slasast í sprengingunni.

Árásarmennirnir völdu Sigrid af handahófi

Ekki er talið að nein tengsl hafi verið á milli hinnar sextán ára gömlu norsku Sigridar og mannanna tveggja sem grunaðir eru um að hafa orðið henni að bana. Stúlkunnar hafði verið leitað í mánuð áður en hún fannst látin í fyrrakvöld. Norska lögreglan sagði á blaðamannafundi í dag að unnið væri eftir fjölmörgum tilgátum. Sú helsta væri að mennirnir hefðu valið fórnarlamb sitt af handahófi.

Smygluðu fíkniefnum í gegnum Bretland - loks gripnir á Íslandi

Mál þriggja karlmanna sem ákærðir eru fyrir fíkniefnasmygl var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Einn mannanna er ákærður fyrir að skipuleggja smyglið en hinir tveir fyrir að smygla fíkniefnunum frá Porto í Portúgal til Lundúna og þaðan til Keflavíkurflugvallar þar sem þeir voru loksins stöðvaðir.

Krefjast frávísunar í máli fyrrverandi forstjóra FME

Gunnar Andersen og starfsmaður Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir brot á þagnaskyldu, krefjast frávísunar málsins. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa látið upplýsingar úr Landsbankanum í hendur Ársæls Valfells sem kom þeim síðan til fréttastjóra DV. Málið var þingfest í morgun þar sem ákærðu neituðu báðir sök.

FBI sakað um að njósna um viðskiptavini Apple

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum þvertekur fyrir að hafa njósnað um viðskiptavini Apple. Tölvuþrjótar birtu í gær notendanöfn og persónuupplýsingar rúmlega milljón Apple-notenda. Hópurinn heldur því fram að upplýsingarnar hafi verið teknar af fartölvu sem útsendari FBI notaði til að fylgjast með viðskiptavinum fyrirtækisins.

Gunnlaugur: Málið farið mjög illa í sum börn mín

"Málið hefur farið mjög illa í konuna mína, móður hennar líka og sum börn mín, þetta hefur farið mjög illa í sum börn mín," sagði Gunnlaugur M. Sigmundsson, sem hefur ásamt konu sinni stefnt Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði vegna umfjöllunar hans á bloggsíðu sinni á dv.is, þegar hann bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Flugeldaverksmiðja sprakk í Indlandi

Rúmlega þrjátíu létust þegar sprenging varð í flugeldaverksmiðju í suðurhluta Indlands í nótt. Hátt í tuttugu særðust, margir hverjir alvarlega.

Sýrlensku börnin örmagna

Börn sem flýja heimkynni sín í Sýrlandi eru örmagna þegar þau koma í flóttamannabúðir í nágrannaríkjum. Þetta segir barnaverndarfulltrúi UNICEF í Jórdaníu. Samtökin hafa blásið til neyðarsöfnunar fyrir þessi stríðshrjáðu börn.

Meintir morðingjar neita sök

Mennirnir tveir sem eru í haldi vegna hvarfs Sigridar Sjetne, norsku stúlkunnar sem fannst látin á mánudag eftir að hafa verið saknað í rúman mánuð, neita báðir sök og segjast báðir hafa fjarvistasannanir.

Fékk minnisblað um vafasama hætti Kögunar

Jón Baldvin Hannibalsson sagðist hafa fengið sent minnisblað frá Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins árið 1995, mánuði áður en hann hætti sem utanríkisráðherra, þar sem kom fram, í frekar hlutlausu máli, að fyrirtækið Kögun væri hugsanlega vafasamt.

Launafulltrúi fundinn sekur um fjárdrátt

Fyrrverandi launafulltrúi hjá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG var í gær fundin sek um að hafa dregið sér 9,8 milljónir sem launafulltrúi hjá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG á tímabilinu 16. júní 2008 þar til í september 2010. Konan tók féð af reikningi sem KPMG átti í BYR sparisjóði og lagði það inn á reikning í eigin nafni og í nafni föður síns. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að konan skyldi sæta átta mánaða skilorðsbundnu fangelsi.

Brot Gunnars Andersen varða árs fangelsi - málið þingfest

Ákæra á hendur Gunnari Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, verður þingfest rétt fyrir hádegi í dag. Hann er, ásamt starfsmanni Landsbankans, ákærður fyrir brot á þagnarskyldu. Samkvæmt ákæru fékk Gunnar starfsmann Landsbankans til að afla gagna úr bókhaldi bankans um viðskipti Bogamannsins ehf. sem hann afhenti Ársæli Valfells, að beiðni meðákærða en um var að ræða skjal sem sýndi að Landsbanki Íslands hf. greiddi 32.7 milljónir króna inn á bankareikning Bogamannsins ehf. 13. júní 2003.

Reyndi að stinga lögregluna af á fjórhjóli

Snarpri eftirför lögreglumanna eftir manni á óskráðu fjórhjóli í Kópavogi laust fyrir miðnætti, lauk með því að ökumaður hjólsins ók utan í lögreglubílinn og stöðvaðist við það.

Sjá næstu 50 fréttir