Innlent

Heitavatnslaust frá Köldukvísl að Hvalfjarðargöngum

Á kortinu má sjá hvar heitavatnslaust verður en svæðið er afmarkað með rauðum strikum.
Á kortinu má sjá hvar heitavatnslaust verður en svæðið er afmarkað með rauðum strikum.
Heitavatnslaust verður frá klukkan átta og fram á kvöld á svæði, sem nær frá Köldukvísl í Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum, vegna viðgerðar í dælustöð í Reykjadal.

Á svæðinu eru meðal annars íbúðahverfið í Leirvogstungu, Grundarhverfi á Kjalarnesi og athafnasvæðið á Esjumelum.

Orkuveitan stefnir að því að ljúka viðgerð um klukkan átta í kvöld og bendir fólki á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana, svo heitt vatn fari ekki óvænt að flæða í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×