Innlent

Athugasemd frá Fréttablaðinu

Gunnlaugur í dómssal.
Gunnlaugur í dómssal. Mynd/GVA
Á meðal gagna í meiðyrðamáli Gunnlaugs M. Sigmundssonar gegn Teiti Atlasyni er fyrsta fréttin af málsókn Gunnlaugs, sem birtist í Fréttablaðinu 8. júní í fyrra. Teitur og verjandi hans halda því fram að með því að fara óblíðum orðum um Teit í viðtali við Fréttablaðið hafi Gunnlaugur gert sig útsettari en ella fyrir óvæginni umfjöllun af hálfu Teits.

Gunnlaugur sagði fyrir dómi í gær að um óformlegt spjall hans við blaðamann hefði verið að ræða, hann hefði ekki veitt leyfi fyrir því að vitnað yrði til orða hans og að hann hefði í samtalinu sagt að Teitur hefði hegðað sér „eins og galinn maður", frekar en að hann væri galinn maður.

Af þessu tilefni vill Fréttablaðið taka fram að upptaka er til af samtalinu. Þar kynnir blaðamaður sig sem slíkan og ræðir stuttlega við Gunnlaug um tilefni málshöfðunarinnar, án þess að nokkur fyrirvari sé gerður um að viðtalið skuli ekki sett á prent. Samtalið er nákvæmlega haft eftir í blaðinu og Gunnlaugur hefur aldrei – fyrr en í dómssal í gær – gert athugasemd við fréttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×