Innlent

Ákærður fyrir að ræna 10/11 vopnaður skrúfjárni

Karlmaður fæddur 1985 hefur verið ákærður fyrir að ræna verslun 10/11 Við Grímsbæ í Reykjavík í mars síðastliðnum. Mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn var vopnaður skrúfjárni sem hann lét standa fram úr ermi peysu sinnar.

Hann krafðist þess að starfsmaður verslunarinnar afhenti sér peninga og úr varð að starfsmaðurinn lét manninn fá 24.500 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×