Innlent

Áratuga gamlar myndir úr starfi lögreglunnar birtar á vefnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ein þeirra gömlu mynda sem birtar hafa verið.
Ein þeirra gömlu mynda sem birtar hafa verið.
Lögreglan hefur sett upp sérstaka myndasíðu á myndavefnum flickr. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir að lögreglan sjái fyrir sér ýmsa möguleika til miðlunar upplýsinga. Til dæmis að geyma þarna inni upplýsingar um ökutæki sem hefur verið stolið. „Þetta er nú bara svona einn liðurinn í notkun okkar á samfélagsmiðlum," segir Stefán í samtali við Vísi.

Þórir Ingvason lögreglumaður segir að lögreglan muni birta ljósmyndir sem eru í eigu og lögreglunnar og af störfum lögreglunnar. „En nýta þetta síðan í framhaldi til að birta og halda utan um myndir sem við þurfum að vera með í birtingu opinberlega," segir hann. Vísar hann þar í myndir af stolnum bílum til dæmis.

Eins og síðan stendur núna eru gamlar myndir af lögreglunni mjög áberandi. „Þær eru æðislegar. Þær eru inni á fotoweb hjá okkur sem er umsjónarkerfi innanhúss. Við höfum ekki getað deilt þeim og mér fannst alveg grátlegt, ég held að fólk hafi alveg rosalega gaman af því að sjá þetta," segir Þórir. Lögreglan hafi því ákveðið að deila þessum myndum með öðrum í stað þess að lúra á þessu.

„Við erum á samfélagsmiðlum. Það er hugmyndin að nýta þá til að vera í samskiptum við fólk," segir Þórir og bendir á að lögreglan vilji minnka afskipti af fólki og auka frekar samskiptin við fólk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×