Fleiri fréttir Máney Dís fær iPad og brosir hringinn Hjálpsamir borgarar og félagasamtök brugðust skjótt við í gær eftir að við sögðum fréttir af henni Máney Dís, stúlku sem hefur legið rúmliggjandi á Barnaspítalanum í sumar og látið sig dreyma um iPad til að stytta sér stundir. Hún er nú farin að safna sér fyrir ferðalagi til að fara í þegar hún nær heilsu á ný. 17.7.2012 19:45 Magn frjókorna í hámarki Grasfrjó eru nú í hámarki samkvæmt mælingum Náttúrufræðistofnunar, fólki með ofnæmi til mikils ama. Lyfsali segir marga rugla saman kvefi og ofnæmi á þessum árstíma. 17.7.2012 19:00 Íslensk stjórnvöld styðja hertar aðgerðir gegn Sýrlandi Íslensk stjórnvöld lýsa yfir fullum stuðningi við hertar aðgerðir alþjóðasamfélagsins gagnvart Sýrlandi. Utanríkisráðherra ítrekar sömuleiðis fordæmingu á framferði sýrlenskra stjórnvalda. 17.7.2012 18:30 Þyrlan Landhelgisgæslunnar komin á staðinn Leit stendur enn yfir af þýskum hjónum sem ætluðu að ganga yfir Eyjabakkajökul. Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin á staðinn en svæðið er illfært yfirferðar bæði ökutækjum og gangandi. 17.7.2012 18:13 Smokkurinn og almenn skynsemi enn bestu forvarnirnar gegn alnæmi Lyfið Truvada hefur verið samþykkt af bandaríska lyfjaeftirlitinu sem forvörn gegn alnæmissmiti. Yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landspítalans segir að lyfið sé ekki nýtt af nálinni, notkun þess sem forvörn sé aftur á móti nýmæli. 17.7.2012 17:34 Leita þýskra hjóna Eftirgrennslan er hafin vegna þýskra hjóna í nágrenni við Snæfell, sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið austur til þess að taka þátt í hugsanlegri leit. 17.7.2012 16:09 Blóðbað í grillveislu Nágrannagrillveisla í austurhluta Toronto-borgar í Kanada breyttist í blóðbað eftir að nokkrir menn hófu skothríð í gærkvöldi. Tveir létust og yfir tuttugu eru særðir. Samkvæmt fréttum vestanhafs mætti hópur manna í veisluna, sem í voru yfir 200 manns, og þegar átök brutust út á milli þeirra og gestgjafanna, tóku þeir upp upp byssur og hófu á skjóta á nærstadda. Lögreglustjórinn í borginni segir að árásin sé sú alvarlegasta sem hafi átt sér stað í borginni í áratugi. Á meðal hinna særðu er eitt ungabarn en talið er að það nái sér á fullu. 17.7.2012 15:57 Brunaboði fór í gang í Leifsstöð Brunaboði fór í gang í Leifsstöð nú á þriðja tímanum í dag. Þar reyndist þó ekki um eld að ræða heldur fór boðinn í gang vegna vinnu starfsfólks. Ekki kom til þess að flugstöðvarbyggingin yrði rýmd. 17.7.2012 15:06 Ætlar ekki að kæra Konan sem talið er að fjórir menn hafi brotið gegn í miðborg Reykjavíkur á sunnudagsmorgun ætlar ekki að kæra þá fyrir kynferðisbrot. Þetta segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 17.7.2012 14:38 Hommar deila um eignarhald á ketti Karlmaður sakar fyrrverandi sambýlismann sinn um að hafa stolið frá sér ketti sem þeir héldu á meðan þeir voru í sambúð. Hann hefur kært manninn til lögreglunnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að fá að gera húsleit hjá sambýlismanninum fyrrverandi til að kanna hvort hann sé enn með köttinn í fórum sínum, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfunni og Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í gær. Meðferð málsins er enn fyrir dómstólum þrátt fyrir að kröfu um húsleitina hafi verið hafnað. 17.7.2012 13:52 Fjórir sluppu ómeiddir úr bílveltu Fjórir sluppu ómeiddir þegar bíll valt á Uxahryggjavegi, í grennd við Sandkluftavatn, í Bláskógabyggð rétt fyrir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var enginn fluttur á slysadeild en bíllinn er töluvert skemmdur. 17.7.2012 13:50 Byrsmenn munu hugsanlega kæra til Mannréttindadómstólsins Ekki er útilokað að verjendur þeirra sem dæmdir voru í Exetermálinu í vor kæri niðurstöðu Hæstaréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þeir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi í vor fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. 17.7.2012 13:18 Nálar í kalkúnasamlokum flugfélags Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú hvers vegna nálar fundust kalkúnasamlokum um borð í flugvélum Delta Air Lines-flugfélagsins. 17.7.2012 12:49 Andstyggileg brot sem gætu leitt til ævilangs fangelsis Brot mannanna sem hafa viðurkennt að hafa ráðist inn til manns í Breiðholti og haldið honum nauðugum í sex tíma í íbúð sinni fyrr í júlí eru andstyggileg. Mennirnir gætu átt yfir höfði sér ævilangt fangelsi, segir í gæsluvarðhaldskröfu sem lögreglan lagði fram á hendur mönnunum. Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir öðrum manninum til 10. ágúst. 17.7.2012 11:43 Íslendingar lýsa yfir stuðningi við hertar aðgerðir í Sýrlandi Íslensk stjórnvöld lýsa yfir fullum stuðningi við hertar aðgerðir alþjóðasamfélagsins gagnvart Sýrlandi en tillaga þess efnis er nú til umfjöllunar á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að frumkvæði Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Portúgal og Þýskalands. 17.7.2012 11:17 Fjölskylduharmleikur í Bretlandi: Myrti börnin sín og svipti sig lífi Talið er að faðir þriggja barna hafi stungið þau til bana áður en hann svipti sig lífi skammt frá heimili þeirra í Gloucestershire í Bretlandi fyrir helgi. 17.7.2012 11:01 Íslendingar streyma enn til Noregs Alls fluttust 610 manns frá landinu umfram aðflutta á öðrum ársfjórðungi, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 220 umfram aðflutta, en brottfluttir erlendir ríkisborgarar voru 380 fleiri en þeir sem fluttust til landsins. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. 17.7.2012 10:05 Russel Crowe tók daginn snemma Stórleikarinn Russel Crowe tók daginn snemma hér í Reykjavík. „Góðan daginn Reykjavík.... Í það minnsta held ég að það sé dagur...hann lítur út eins og nótt. Ég held að það dimmi ekkert. Ný reynsla fyrir mig að hafa sólina á lofti allan sólarhringinn," segir Crowe á Twitter. 17.7.2012 09:39 Margt bendir til íkveikju í Eyjum Margt bendir til að um íkveikju hafi verið að ræða, að sögn Eyjarétta, þegar milljónatjón varð eftir að eldur kom upp í veiðarfærum frá Ísfélaginu, sem voru geymd á Eiðinu í Vestmannaeyjum um klukkan sex í gærkvöldi. 17.7.2012 07:01 Logn olli útkalli hjá slökkviliðinu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gærkvöldi þar sem logn hafði lagst yfir Seltjarnarnesið og vind hreyfði ekki. 17.7.2012 06:56 Engin niðurstaða um Sýrland í öryggisráðinu Engar niðurstöður urðu í viðræðum um málefni Sýrlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 17.7.2012 06:54 Tvær farþegarþotur lentu vegna veikinda um borð Tvær erlendar farþegaþotur þurftu að lenda á Keflavíkurflugvelli í gær, vegna veikinda um borð. 17.7.2012 06:38 Engan sakaði þegar skúta strandaði undan Skildinganesi Engan af fjögurra manna áhöfn íslenskrar seglskútu sakaði, þegar hún strandaði út af Skildinganesi í gærkvöldi. 17.7.2012 06:35 Margir valkostir Romneys Spennan magnast stöðugt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum þar sem repúblikaninn Mitt Romney freistar þess að velta demókratanum Barack Obama úr sessi. Eitt helsta umræðuefnið þessa dagana er val Romneys á varaforsetaefni, en þar eru margir kallaðir. 17.7.2012 20:25 Vatnsleysi veldur vandræðum í laxveiðiám Til vandræða horfir í sumum laxveiðiám á Vesturlandi vegna vatnsleysis í kjölfar langvarandi þurrka. Reyndar á þetta líka við húnvetnsku árnar, en ásandið er yfirelitt betra í örðum landshlutum. 17.7.2012 07:04 Tókst að bjarga 28 námumönnum úr brennandi gullnámu Tekist hefur að bjarga 28 námumönnum úr gullnámu á Nýja Sjálandi en þeir urðu fastir í námunni eftir að eldur kom upp í henni í gærkvöldi. 17.7.2012 06:48 Jon Lord hljómborðsleikari Deep Purple látinn Jon Lord hljómborðsleikari Deep Purple er látinn 71 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein. 17.7.2012 06:44 Meðlimum danskra glæpagengja fækkar töluvert Þeim sem tilheyra glæpagengjum á borð við Hells Angles og Bandidos í Danmörku hefur fækkað töluvert milli ára. 17.7.2012 06:41 Vinnulag Gunnlaugs ekki til fyrirmyndar Vinnueftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Gunnlaugs Helgasonar í þáttunum Gulli byggir. Gunnlaugur segist reyna að varpa réttu ljósi á venjuleg vinnubrögð Íslendinga og þátturinn sé íslenskur raunveruleikaþáttur. 17.7.2012 06:30 Undirbúa forvarnir gegn netfíkn barna SAFT beinir heilræðum til barna og fullorðinna um hvernig megi komast hjá því að ánetjast tölvunni. Netfíkn barna vaxandi vandamál. Dæmi um að börn undir 18 ára spili fjárhættuspil á netinu. Foreldrar setji ekki myndir á netið. 17.7.2012 06:00 Rúllubaggar geta verið stórhættulegir „Mesta hættan af rúlluböggum er þegar menn eru að rúlla eða binda í brattlendi. Þar þarf að gæta sérstakrar varúðar og svo þegar verið er að stafla þessu í mjög háar stæður,“ segir Bjarni Jónsson, sem hefur skrifað leiðbeiningar fyrir bændur um slysahættu af rúlluböggum. 17.7.2012 05:30 Stúdentar hafa miklar áhyggjur Stúdentaráð Háskóla Íslands fer í opnu bréfi til ríkisstjórnarinnar fram á að stjórnvöld borgi með hverjum nemanda sem kýs að stunda nám við skólann. Bréfið barst stjórnarráðinu í gær. 17.7.2012 05:30 Óttast verðfall hjá strandveiðimönnum Margir strandveiðimenn eru ósáttir við að vera stefnt til veiða dagana fyrir verslunarmannahelgi. Fiskvinnslur loka og lítil eftirspurn eftir aflanum. Strandveiðimenn geta sjálfir ákveðið að fresta veiðum segir talsmaður smábátaeigenda. 17.7.2012 05:00 Börnin leika sér við hættulegan brunn Dælustöðinni í Grundarhverfi á Kjalarnesi var upphaflega læst með loki. Börnin í hverfinu hafa fundið út hvernig á að opna brunninn. Svæðisstjóri hjá Orkuveitunni segir slysahættu vegna brunnsins. 17.7.2012 04:30 Á móti banni á umfjöllun um kannanir Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis leggst gegn því að fjölmiðlum verði bannað að birta niðurstöður skoðanakannana á kjördag og daginn fyrir kosningar hér á landi. 17.7.2012 04:00 Botnvörpur brunnu Eldur kom upp í botnvörpum og öðrum veiðarfærum sem lágu á Eiðinu á milli Heimakletts og Klifs í Vestmannaeyjum í gær. 17.7.2012 04:00 Margir valkostir Romneys Spennan magnast stöðugt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum þar sem repúblikaninn Mitt Romney freistar þess að velta demókratanum Barack Obama úr sessi. Eitt helsta umræðuefnið þessa dagana er val Romneys á varaforsetaefni, en þar eru margir kallaðir. 17.7.2012 03:30 Dauðahafið er við dauðans dyr Dauðahafið mun brátt bera nafn með rentu. Yfirborð hafsins lækkar um rúmlega metra á hverju ári. Höfuðástæðan er sögð vera að vatni úr ánni Jórdan hefur verið veitt annað, en áin er ein aðalaðrennslisæð hafsins. 17.7.2012 03:00 Keppendur flykkjast til London Keppendur, fjölmiðlafólk og áhorfendur flykkjast nú til London þar sem Ólympíuleikarnir verða settir eftir tíu daga. 17.7.2012 00:15 Spá náum kynnum áður en öldin er úti Euroscience umræðufundurinn var haldinn í Dublin um helgina. Helstu sérfræðingar Evrópu á sviði stjarneðlisfræði og stjarnlíffræði komu þar saman og ræddu um möguleg kynni mannkyns af geimverum. 16.7.2012 23:45 Russell Crowe mættur til landsins Nýsjálenski stórleikarinn Russell Crowe lenti á Reykjavíkurflugvelli á tíunda tímanum í kvöld. Létt var yfir leikaranum en hann spjallaði í dágóða stund við flugvallarstarfsmenn áður en hann hélt á brott. 16.7.2012 22:12 Níræður maður kastaði sér út úr flugvél Níræður maður fór í sitt fyrsta fallhlífarstökk í vikunni. Þessi eldhressi bandaríkjamaður lærði undirstöðuatriðin þegar hann var ungur maður en hann gegndi herþjónustu á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. 16.7.2012 23:24 Skúta strandaði í Skerjafirði Skúta strandaði í Skerjafirði á ellefta tímanum í kvöld. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út. 16.7.2012 23:01 Svona hljómar kjarnasprenging Vafalaust hafa flestir séð gömul myndbönd af kjarnorkusprengingum, fæstir hafa hins vegar heyrt hvellinn sem þær framkalla. Bandarískur fræðimaður hefur nú birt myndband þar sem ótrúlegur eyðileggingarmáttur kjarnasprengjunnar er sýndur ásamt óhugnanlegum óm hennar. 16.7.2012 21:45 Átján mánaða fangelsi fyrir að stela sprengiefni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í 18 mánaða fangelsi. Hann var fundinn sekur um að hafa stolið 240.8 kg af dínamíti, 228 sprengjuhvellhettum og einum sprengjuhnalli í október á síðasta ári. 16.7.2012 21:35 Sjá næstu 50 fréttir
Máney Dís fær iPad og brosir hringinn Hjálpsamir borgarar og félagasamtök brugðust skjótt við í gær eftir að við sögðum fréttir af henni Máney Dís, stúlku sem hefur legið rúmliggjandi á Barnaspítalanum í sumar og látið sig dreyma um iPad til að stytta sér stundir. Hún er nú farin að safna sér fyrir ferðalagi til að fara í þegar hún nær heilsu á ný. 17.7.2012 19:45
Magn frjókorna í hámarki Grasfrjó eru nú í hámarki samkvæmt mælingum Náttúrufræðistofnunar, fólki með ofnæmi til mikils ama. Lyfsali segir marga rugla saman kvefi og ofnæmi á þessum árstíma. 17.7.2012 19:00
Íslensk stjórnvöld styðja hertar aðgerðir gegn Sýrlandi Íslensk stjórnvöld lýsa yfir fullum stuðningi við hertar aðgerðir alþjóðasamfélagsins gagnvart Sýrlandi. Utanríkisráðherra ítrekar sömuleiðis fordæmingu á framferði sýrlenskra stjórnvalda. 17.7.2012 18:30
Þyrlan Landhelgisgæslunnar komin á staðinn Leit stendur enn yfir af þýskum hjónum sem ætluðu að ganga yfir Eyjabakkajökul. Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin á staðinn en svæðið er illfært yfirferðar bæði ökutækjum og gangandi. 17.7.2012 18:13
Smokkurinn og almenn skynsemi enn bestu forvarnirnar gegn alnæmi Lyfið Truvada hefur verið samþykkt af bandaríska lyfjaeftirlitinu sem forvörn gegn alnæmissmiti. Yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landspítalans segir að lyfið sé ekki nýtt af nálinni, notkun þess sem forvörn sé aftur á móti nýmæli. 17.7.2012 17:34
Leita þýskra hjóna Eftirgrennslan er hafin vegna þýskra hjóna í nágrenni við Snæfell, sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið austur til þess að taka þátt í hugsanlegri leit. 17.7.2012 16:09
Blóðbað í grillveislu Nágrannagrillveisla í austurhluta Toronto-borgar í Kanada breyttist í blóðbað eftir að nokkrir menn hófu skothríð í gærkvöldi. Tveir létust og yfir tuttugu eru særðir. Samkvæmt fréttum vestanhafs mætti hópur manna í veisluna, sem í voru yfir 200 manns, og þegar átök brutust út á milli þeirra og gestgjafanna, tóku þeir upp upp byssur og hófu á skjóta á nærstadda. Lögreglustjórinn í borginni segir að árásin sé sú alvarlegasta sem hafi átt sér stað í borginni í áratugi. Á meðal hinna særðu er eitt ungabarn en talið er að það nái sér á fullu. 17.7.2012 15:57
Brunaboði fór í gang í Leifsstöð Brunaboði fór í gang í Leifsstöð nú á þriðja tímanum í dag. Þar reyndist þó ekki um eld að ræða heldur fór boðinn í gang vegna vinnu starfsfólks. Ekki kom til þess að flugstöðvarbyggingin yrði rýmd. 17.7.2012 15:06
Ætlar ekki að kæra Konan sem talið er að fjórir menn hafi brotið gegn í miðborg Reykjavíkur á sunnudagsmorgun ætlar ekki að kæra þá fyrir kynferðisbrot. Þetta segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 17.7.2012 14:38
Hommar deila um eignarhald á ketti Karlmaður sakar fyrrverandi sambýlismann sinn um að hafa stolið frá sér ketti sem þeir héldu á meðan þeir voru í sambúð. Hann hefur kært manninn til lögreglunnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að fá að gera húsleit hjá sambýlismanninum fyrrverandi til að kanna hvort hann sé enn með köttinn í fórum sínum, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfunni og Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í gær. Meðferð málsins er enn fyrir dómstólum þrátt fyrir að kröfu um húsleitina hafi verið hafnað. 17.7.2012 13:52
Fjórir sluppu ómeiddir úr bílveltu Fjórir sluppu ómeiddir þegar bíll valt á Uxahryggjavegi, í grennd við Sandkluftavatn, í Bláskógabyggð rétt fyrir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var enginn fluttur á slysadeild en bíllinn er töluvert skemmdur. 17.7.2012 13:50
Byrsmenn munu hugsanlega kæra til Mannréttindadómstólsins Ekki er útilokað að verjendur þeirra sem dæmdir voru í Exetermálinu í vor kæri niðurstöðu Hæstaréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þeir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi í vor fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. 17.7.2012 13:18
Nálar í kalkúnasamlokum flugfélags Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú hvers vegna nálar fundust kalkúnasamlokum um borð í flugvélum Delta Air Lines-flugfélagsins. 17.7.2012 12:49
Andstyggileg brot sem gætu leitt til ævilangs fangelsis Brot mannanna sem hafa viðurkennt að hafa ráðist inn til manns í Breiðholti og haldið honum nauðugum í sex tíma í íbúð sinni fyrr í júlí eru andstyggileg. Mennirnir gætu átt yfir höfði sér ævilangt fangelsi, segir í gæsluvarðhaldskröfu sem lögreglan lagði fram á hendur mönnunum. Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir öðrum manninum til 10. ágúst. 17.7.2012 11:43
Íslendingar lýsa yfir stuðningi við hertar aðgerðir í Sýrlandi Íslensk stjórnvöld lýsa yfir fullum stuðningi við hertar aðgerðir alþjóðasamfélagsins gagnvart Sýrlandi en tillaga þess efnis er nú til umfjöllunar á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að frumkvæði Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Portúgal og Þýskalands. 17.7.2012 11:17
Fjölskylduharmleikur í Bretlandi: Myrti börnin sín og svipti sig lífi Talið er að faðir þriggja barna hafi stungið þau til bana áður en hann svipti sig lífi skammt frá heimili þeirra í Gloucestershire í Bretlandi fyrir helgi. 17.7.2012 11:01
Íslendingar streyma enn til Noregs Alls fluttust 610 manns frá landinu umfram aðflutta á öðrum ársfjórðungi, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 220 umfram aðflutta, en brottfluttir erlendir ríkisborgarar voru 380 fleiri en þeir sem fluttust til landsins. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. 17.7.2012 10:05
Russel Crowe tók daginn snemma Stórleikarinn Russel Crowe tók daginn snemma hér í Reykjavík. „Góðan daginn Reykjavík.... Í það minnsta held ég að það sé dagur...hann lítur út eins og nótt. Ég held að það dimmi ekkert. Ný reynsla fyrir mig að hafa sólina á lofti allan sólarhringinn," segir Crowe á Twitter. 17.7.2012 09:39
Margt bendir til íkveikju í Eyjum Margt bendir til að um íkveikju hafi verið að ræða, að sögn Eyjarétta, þegar milljónatjón varð eftir að eldur kom upp í veiðarfærum frá Ísfélaginu, sem voru geymd á Eiðinu í Vestmannaeyjum um klukkan sex í gærkvöldi. 17.7.2012 07:01
Logn olli útkalli hjá slökkviliðinu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gærkvöldi þar sem logn hafði lagst yfir Seltjarnarnesið og vind hreyfði ekki. 17.7.2012 06:56
Engin niðurstaða um Sýrland í öryggisráðinu Engar niðurstöður urðu í viðræðum um málefni Sýrlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 17.7.2012 06:54
Tvær farþegarþotur lentu vegna veikinda um borð Tvær erlendar farþegaþotur þurftu að lenda á Keflavíkurflugvelli í gær, vegna veikinda um borð. 17.7.2012 06:38
Engan sakaði þegar skúta strandaði undan Skildinganesi Engan af fjögurra manna áhöfn íslenskrar seglskútu sakaði, þegar hún strandaði út af Skildinganesi í gærkvöldi. 17.7.2012 06:35
Margir valkostir Romneys Spennan magnast stöðugt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum þar sem repúblikaninn Mitt Romney freistar þess að velta demókratanum Barack Obama úr sessi. Eitt helsta umræðuefnið þessa dagana er val Romneys á varaforsetaefni, en þar eru margir kallaðir. 17.7.2012 20:25
Vatnsleysi veldur vandræðum í laxveiðiám Til vandræða horfir í sumum laxveiðiám á Vesturlandi vegna vatnsleysis í kjölfar langvarandi þurrka. Reyndar á þetta líka við húnvetnsku árnar, en ásandið er yfirelitt betra í örðum landshlutum. 17.7.2012 07:04
Tókst að bjarga 28 námumönnum úr brennandi gullnámu Tekist hefur að bjarga 28 námumönnum úr gullnámu á Nýja Sjálandi en þeir urðu fastir í námunni eftir að eldur kom upp í henni í gærkvöldi. 17.7.2012 06:48
Jon Lord hljómborðsleikari Deep Purple látinn Jon Lord hljómborðsleikari Deep Purple er látinn 71 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein. 17.7.2012 06:44
Meðlimum danskra glæpagengja fækkar töluvert Þeim sem tilheyra glæpagengjum á borð við Hells Angles og Bandidos í Danmörku hefur fækkað töluvert milli ára. 17.7.2012 06:41
Vinnulag Gunnlaugs ekki til fyrirmyndar Vinnueftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Gunnlaugs Helgasonar í þáttunum Gulli byggir. Gunnlaugur segist reyna að varpa réttu ljósi á venjuleg vinnubrögð Íslendinga og þátturinn sé íslenskur raunveruleikaþáttur. 17.7.2012 06:30
Undirbúa forvarnir gegn netfíkn barna SAFT beinir heilræðum til barna og fullorðinna um hvernig megi komast hjá því að ánetjast tölvunni. Netfíkn barna vaxandi vandamál. Dæmi um að börn undir 18 ára spili fjárhættuspil á netinu. Foreldrar setji ekki myndir á netið. 17.7.2012 06:00
Rúllubaggar geta verið stórhættulegir „Mesta hættan af rúlluböggum er þegar menn eru að rúlla eða binda í brattlendi. Þar þarf að gæta sérstakrar varúðar og svo þegar verið er að stafla þessu í mjög háar stæður,“ segir Bjarni Jónsson, sem hefur skrifað leiðbeiningar fyrir bændur um slysahættu af rúlluböggum. 17.7.2012 05:30
Stúdentar hafa miklar áhyggjur Stúdentaráð Háskóla Íslands fer í opnu bréfi til ríkisstjórnarinnar fram á að stjórnvöld borgi með hverjum nemanda sem kýs að stunda nám við skólann. Bréfið barst stjórnarráðinu í gær. 17.7.2012 05:30
Óttast verðfall hjá strandveiðimönnum Margir strandveiðimenn eru ósáttir við að vera stefnt til veiða dagana fyrir verslunarmannahelgi. Fiskvinnslur loka og lítil eftirspurn eftir aflanum. Strandveiðimenn geta sjálfir ákveðið að fresta veiðum segir talsmaður smábátaeigenda. 17.7.2012 05:00
Börnin leika sér við hættulegan brunn Dælustöðinni í Grundarhverfi á Kjalarnesi var upphaflega læst með loki. Börnin í hverfinu hafa fundið út hvernig á að opna brunninn. Svæðisstjóri hjá Orkuveitunni segir slysahættu vegna brunnsins. 17.7.2012 04:30
Á móti banni á umfjöllun um kannanir Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis leggst gegn því að fjölmiðlum verði bannað að birta niðurstöður skoðanakannana á kjördag og daginn fyrir kosningar hér á landi. 17.7.2012 04:00
Botnvörpur brunnu Eldur kom upp í botnvörpum og öðrum veiðarfærum sem lágu á Eiðinu á milli Heimakletts og Klifs í Vestmannaeyjum í gær. 17.7.2012 04:00
Margir valkostir Romneys Spennan magnast stöðugt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum þar sem repúblikaninn Mitt Romney freistar þess að velta demókratanum Barack Obama úr sessi. Eitt helsta umræðuefnið þessa dagana er val Romneys á varaforsetaefni, en þar eru margir kallaðir. 17.7.2012 03:30
Dauðahafið er við dauðans dyr Dauðahafið mun brátt bera nafn með rentu. Yfirborð hafsins lækkar um rúmlega metra á hverju ári. Höfuðástæðan er sögð vera að vatni úr ánni Jórdan hefur verið veitt annað, en áin er ein aðalaðrennslisæð hafsins. 17.7.2012 03:00
Keppendur flykkjast til London Keppendur, fjölmiðlafólk og áhorfendur flykkjast nú til London þar sem Ólympíuleikarnir verða settir eftir tíu daga. 17.7.2012 00:15
Spá náum kynnum áður en öldin er úti Euroscience umræðufundurinn var haldinn í Dublin um helgina. Helstu sérfræðingar Evrópu á sviði stjarneðlisfræði og stjarnlíffræði komu þar saman og ræddu um möguleg kynni mannkyns af geimverum. 16.7.2012 23:45
Russell Crowe mættur til landsins Nýsjálenski stórleikarinn Russell Crowe lenti á Reykjavíkurflugvelli á tíunda tímanum í kvöld. Létt var yfir leikaranum en hann spjallaði í dágóða stund við flugvallarstarfsmenn áður en hann hélt á brott. 16.7.2012 22:12
Níræður maður kastaði sér út úr flugvél Níræður maður fór í sitt fyrsta fallhlífarstökk í vikunni. Þessi eldhressi bandaríkjamaður lærði undirstöðuatriðin þegar hann var ungur maður en hann gegndi herþjónustu á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. 16.7.2012 23:24
Skúta strandaði í Skerjafirði Skúta strandaði í Skerjafirði á ellefta tímanum í kvöld. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út. 16.7.2012 23:01
Svona hljómar kjarnasprenging Vafalaust hafa flestir séð gömul myndbönd af kjarnorkusprengingum, fæstir hafa hins vegar heyrt hvellinn sem þær framkalla. Bandarískur fræðimaður hefur nú birt myndband þar sem ótrúlegur eyðileggingarmáttur kjarnasprengjunnar er sýndur ásamt óhugnanlegum óm hennar. 16.7.2012 21:45
Átján mánaða fangelsi fyrir að stela sprengiefni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í 18 mánaða fangelsi. Hann var fundinn sekur um að hafa stolið 240.8 kg af dínamíti, 228 sprengjuhvellhettum og einum sprengjuhnalli í október á síðasta ári. 16.7.2012 21:35