Innlent

Byrsmenn munu hugsanlega kæra til Mannréttindadómstólsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragnar Z. Guðjónsson og Jón Þorsteinn Jónsson, ásamt Reyni Karlssyni, verjanda sínum við meðferð málsins fyrir héraðsdómi.
Ragnar Z. Guðjónsson og Jón Þorsteinn Jónsson, ásamt Reyni Karlssyni, verjanda sínum við meðferð málsins fyrir héraðsdómi.
Ekki er útilokað að verjendur þeirra sem dæmdir voru í Exetermálinu í vor kæri niðurstöðu Hæstaréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þeir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi í vor fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti.

Hvorki Jón Þorsteinn né Ragnar eru byrjaðir að afplána dóminn. Ragnar á von á barni innan skamms og samkvæmt heimildum Vísis hyggst hann vera viðstaddur fæðinguna. Hann mun því að öllum líkindum ekki hefja afplánun fyrr en að henni lokinni. Vísir hefur ekki heimildir fyrir því hvenær Jón Þorsteinn mun hefja afplánun en hvorki náðist í hann né Reyni Karlsson verjanda hans við vinnslu þessarar fréttar.

Ólafur Eiríksson, verjandi Ragnars, vildi sem minnst um málið segja þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hann útilokaði ekki að málið yrði kært til Mannréttindadómstólsins en sagði að ekkert hefði verð gert varðandi slíkar ráðstafanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×