Innlent

Skúta strandaði í Skerjafirði

Skúta strandaði í Skerjafirði á ellefta tímanum í kvöld. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg voru björgunarbátar komnir á staðinn um korteri eftir að útkallið barst. Unnið er að koma skútunni á flot.

Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. Þá eru tildrög slyssins óljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×