Erlent

Jon Lord hljómborðsleikari Deep Purple látinn

Jon Lord hljómborðsleikari Deep Purple er látinn 71 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein.

Deep Purple var ein þekktasta þungarokksveit sögunnar á síðustu öld en Lord stofnaði hana ásamt gítarleikaranum Ritchie Blackmore árið 1968. Lord samdi mörg af þekktustu lögum Deep Purple þar á meðal Smoke On The Water.

Lord var upphaflega menntaður sem klassískur píanóleikari en söðlaði um yfir í rokkið eftir að hafa heyrt í fyrstu stjörnum rokksins eins og Jerry Lee Lewis. Alls seldi Deep Purple yfir 150 milljón plötur á ferli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×