Erlent

Níræður maður kastaði sér út úr flugvél

Níræður maður fór í sitt fyrsta fallhlífarstökk í vikunni. Þessi eldhressi bandaríkjamaður lærði undirstöðuatriðin þegar hann var ungur maður en hann gegndi herþjónustu á árum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Lester Slate frá Exeter í Maine kastaði sér út úr flugvélinni á sunnudaginn. Það var síðan frítt föruneyti sem tók á móti honum á jörðu niðri.

Stökkið var afmælisgjöf Lesters en hann var innblásinn af George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem fór í sitt fyrsta fallhlífarstökk á 85 ára afmælisdegi sínum.

Slate sagði Bangor Daily News að stökkið hefði verið ógleymanleg lífsreynsla. Þá stefnir hann á endurtaka leikinn á 100 ára afmælinu sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×