Erlent

Dauðahafið er við dauðans dyr

Sprungur soga til sín jarðveg og hafa gleypt vegbúta og önnur mannvirki.
Sprungur soga til sín jarðveg og hafa gleypt vegbúta og önnur mannvirki. fréttablaðið/afp
Dauðahafið mun brátt bera nafn með rentu. Yfirborð hafsins lækkar um rúmlega metra á hverju ári. Höfuðástæðan er sögð vera að vatni úr ánni Jórdan hefur verið veitt annað, en áin er ein aðalaðrennslisæð hafsins.

Allt í kringum Dauðahafið hafa nú myndast sprungur í jarðveginn og hafa tré, girðingar og jafnvel hlutar af gatnakerfinu horfið ofan í þær.

Hugmyndir hafa verið uppi um að leiða vatn úr Rauðahafinu í Dauðahafið til að bjarga því. Sú leið er umdeild, enda dýr og myndi leiða til enn frekara jarðrasks. - ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×