Erlent

Blóðbað í grillveislu

Nágrannagrillveisla í austurhluta Toronto-borgar í Kanada breyttist í blóðbað eftir að nokkrir menn hófu skothríð í gærkvöldi. Tveir létust og yfir tuttugu eru særðir.

Samkvæmt fréttum vestanhafs birtist hópur manna í veisluna, sem í voru yfir 200 manns, og þegar átök brutust út á milli þeirra og gestgjafanna, tóku þeir upp upp byssur og hófu á skjóta á nærstadda.

Lögreglustjórinn í borginni segir að árásin sé sú alvarlegasta sem hafi átt sér stað í borginni í áratugi. Á meðal hinna særðu er eitt ungabarn en talið er að það nái sér á fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×