Innlent

Andstyggileg brot sem gætu leitt til ævilangs fangelsis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Breiðholti
Atvikið átti sér stað í Breiðholti
Brot mannanna sem hafa viðurkennt að hafa ráðist inn til manns í Breiðholti og haldið honum nauðugum í sex tíma í íbúð sinni fyrr í júlí eru andstyggileg. Mennirnir gætu átt yfir höfði sér ævilangt fangelsi, segir í gæsluvarðhaldskröfu sem lögreglan lagði fram á hendur mönnunum. Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir öðrum manninum til 10. ágúst.

Lögreglan segir í gæsluvarðhaldskröfunni að brotið sé „svo svívirðilegt að almannhagsmunir krefjist þess að hann sæti áfram gæsluvarðhaldi. Það myndi valda mikilli hneykslun og særa réttarvitund almennings gengu kærðu frjálsir ferða sinna," eins og segir í kröfunni. Þá bendir lögreglan á að brotið sé eitt af þeim alvarlegustu sem lýst er í almennum hegningarlögum. Að frátöldum landráðs- og stjórnskipunarbrotum séu einungis tvö önnur ákvæði sem bjóði ævilanga fangelsisrefsingu, en það er manndráp og frelsissvipting.

Þá segir í gæsluvarðhaldskröfum yfir mönnunum að þeir eigi að baki langa afbrotaferla. Ferill annars þeirra nái allt til ársins 1988. Eins og fram hefur komið réðust mennirnir inn á manninn á heimili hans í Breiðholti um þrjúleytið. Það var ekki fyrr en að vinnufélagar mannsins fóru að óttast um hann og fóru heim til hans að mennirnir fóru af vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×