Innlent

Russel Crowe tók daginn snemma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Russel Crowe kom til Reykjavíkur í gær.
Russel Crowe kom til Reykjavíkur í gær. mynd/ Jóhann K. Jóhannsson
Stórleikarinn Russel Crowe tók daginn snemma hér í Reykjavík. „Góðan daginn Reykjavík.... Í það minnsta held ég að það sé dagur...hann lítur út eins og nótt. Ég held að það dimmi ekkert. Ný reynsla fyrir mig að hafa sólina á lofti allan sólarhringinn," segir Crowe á Twitter, en svo virðist vera sem færslan hafi verið skrifuð um fimmleytið í morgun.

Russell Crowe lenti á Reykjavíkurflugvelli á tíunda tímanum í gærkvöld. Létt var yfir honum en hann spjallaði í dágóða stund við flugvallarstarfsmenn áður en hann hélt á brott.

Fjölskylda Crowe var með í för, en leikarinn er staddur hér til að leika í mynd um Örkina hans Nóa. Jennifer Connelly leikur einnig í myndinni en hún er væntanleg hingað til lands um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×