Innlent

Þyrlan Landhelgisgæslunnar komin á staðinn

Leit stendur enn yfir af þýskum hjónum sem ætluðu að ganga yfir Eyjabakkajökul. Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin á staðinn en svæðið er illfært yfirferðar bæði ökutækjum og gangandi.

Það var lögreglan á Egilsstöðum sem kallaði eftir aðstoðinni en hjónin ætluðu að ganga yfir Eyjabakkajökul sem er í norðaustanverðum Vatnajökli en sneru við á laugardagskvöld. Skálavörður hafði áhyggjur af hjónunum og lét lögreglu vita.

Útkallið barst klukkan 14:35 í dag og var þyrlan komin í loftið klukkan 15:25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×