Innlent

Ætlar ekki að kæra

Portið þar sem konan fannst á sunnudagsmorgun.
Portið þar sem konan fannst á sunnudagsmorgun.
Konan sem talið er að fjórir menn hafi brotið gegn í miðborg Reykjavíkur á sunnudagsmorgun ætlar ekki að kæra þá fyrir kynferðisbrot. Þetta segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tekin var skýrsla af konunni í dag og segir Björgvin að þar hafi hún tjáð lögreglu að hún hyggðist ekki leggja fram kæru. Lögreglan mun þó rannsaka málið áfram og senda það til ákærusviðs, sem tekur ákvörðun hvort það verði sent til ríkissaksóknara.

Konan var flutt á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisafbrota á sunnudag eftir að hún fannst við Kjörgarð í miðborg Reykjavíkur. Fréttavefur DV greindi frá því að konan hafi verið nakin þegar lögregla kom að henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×