Innlent

Botnvörpur brunnu

Slökkvilið Vestmannaeyja slökkti eldinn á Eiðinu í gær.
Slökkvilið Vestmannaeyja slökkti eldinn á Eiðinu í gær. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Eldur kom upp í botnvörpum og öðrum veiðarfærum sem lágu á Eiðinu á milli Heimakletts og Klifs í Vestmannaeyjum í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum barst tilkynning um sexleytið í gær um að þarna logaði eldur. Slökkviliðið kom og slökkti eldinn en ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu. Málið er enn í rannsókn. Lögregla segir að gera megi ráð fyrir að hluti þessara veiðarfæra sé ónýtur og að um sé að ræða töluvert tjón.

Mikið hefur verið rætt um íkveikjur í Vestmannaeyjum undanfarið en lögreglan segir að ómögulegt sé að segja til um eldsupptök að svo stöddu. Svæðið sé þó opið og þangað komist hver sem vill.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×