Erlent

Spá náum kynnum áður en öldin er úti

Bell Burnell sagði að þróað líf væri eflaust að finna á grýttum plánetum, þar sem ofgnótt væri af koltvísýring og ósoni í andrúmsloftinu.
Bell Burnell sagði að þróað líf væri eflaust að finna á grýttum plánetum, þar sem ofgnótt væri af koltvísýring og ósoni í andrúmsloftinu.
Euroscience umræðufundurinn var haldinn í Dublin um helgina. Helstu sérfræðingar Evrópu á sviði stjarneðlisfræði og stjarnlíffræði komu þar saman og ræddu um möguleg kynni mannkyns af geimverum.

Það vakti mikla athygli þegar breski stjarneðlisfræðingurinn Jocelyn Bell Burnell steig í púlt og lýsti því yfir að mannkyn ætti eftir að uppgötva framandi vitsmunalíf áður en öldin er liðin.

„Hversu vel undirbúin erum við?" spurði Bell Burnell, prófessor við Oxford háskóla og einn fremsti stjarneðlisfræðingur veraldar. „Höfum við leitt hugann að því hvernig við munum takast á slíkan atburð?"

Hún sagði að þróað líf væri eflaust að finna á grýttum plánetum, þar sem ofgnótt væri af koltvísýring og ósoni í andrúmsloftinu.

Bell Burnell ítrekaði að mannkyn yrði að vera reiðubúið til að takast á við slíka uppgötvun: „Hvað gerum á þessu augnabliki, hvern látum við vita, fjölmiðla? Forsætisráðherrann? Páfann?"

Þá benti Bell Burnell á að samskipti við fjarlægar geimverur kæmu til með að vera erfið svo um munar. Vísindamenn okkar tíma munu eflaust notast við útvarpssjónauka eða leysisenda.

„Ekkert ferðast hraðar en ljósið. Það gæti því tekið 50 til 100 ár að senda skilaboð aðra leiðina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×