Innlent

Margt bendir til íkveikju í Eyjum

Margt bendir til að um íkveikju hafi verið að ræða, að sögn Eyjarétta, þegar milljónatjón varð eftir að eldur kom upp í veiðarfærum frá Ísfélaginu, sem voru geymd á Eiðinu í Vestmannaeyjum um klukkan sex í gærkvöldi.

Eldtungurnar náðu marga metra í loft upp þegar slökkviliðið kom á vettvang og tók slökkvistarf töluverðan tíma því miklar glæður voru neðst í veiðarfærahrúgunni.

Að sögn Eyjafrétta hafði engin verið yfirheyrður vegna málsins í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×