Innlent

Stúdentar hafa miklar áhyggjur

Skólinn hefur þurft að skera niður í rekstri sínum í kjölfar efnahagsþrenginga.
Skólinn hefur þurft að skera niður í rekstri sínum í kjölfar efnahagsþrenginga.
Stúdentaráð Háskóla Íslands fer í opnu bréfi til ríkisstjórnarinnar fram á að stjórnvöld borgi með hverjum nemanda sem kýs að stunda nám við skólann. Bréfið barst stjórnarráðinu í gær.

Þar segir að Stúdentaráð hafi þungar áhyggjur af fjármálum háskólans sem hefur skorið reksturinn niður um 20 prósent síðan árið 2009. Í bréfinu er jafnframt bent á að HÍ sé eini háskólinn á landinu sem fær ekki greitt með öllu nemendum sínum.

Stúdentaráð segir að ef ekki verði brugðist við þessari stöðu í næstu fjárlögum þurfi að setja strangar fjöldatakmarkanir í deildir skólans. Það muni hafa bein áhrif á jafnrétti allra til náms.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×