Erlent

Engin niðurstaða um Sýrland í öryggisráðinu

Engar niðurstöður urðu í viðræðum um málefni Sýrlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi.

Málið strandaði sem fyrr á andstöðu Rússa og Kínverja. Þessar þjóðir eru alfarið á móti tillögu Vesturveldanna um að setja víðtækt viðskiptabann á Sýrland ef stjórnvöld þarlendis hætti ekki að beita þungavopnum geng uppreisnarmönnum og almenningi.

Rússar segja að Vestuvöldin séu að reyna að beita þá þvingunum í málinu en það hafi ekkert að segja. Rússar muni fella tillögu um viðskiptabannið verði hún borin upp á morgun í öryggisráðinu eins og stefnt er að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×