Innlent

Leita þýskra hjóna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eftirgrennslan er hafin vegna þýskra hjóna í nágrenni við Snæfell, sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið austur til þess að taka þátt í hugsanlegri leit með björgunarsveitum.

Það var lögreglan á Egilstöðum sem kallaði eftir aðstoðinni en hjónin ætluðu að ganga yfir Eyjabakkajökul sem er í norðaustanverðum Vatnajökli en sneru við á laugardagskvöld. Skálavörður hafði áhyggjur af hjónunum og lét lögreglu vita.

Þau eru talin vera á göngu NA af Vatnajökli á svæði sem talið er illfært yfirferðar bæði ökutækjum og gangandi. Þyrlan fór í loftið klukkan 15:25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×