Innlent

Logn olli útkalli hjá slökkviliðinu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gærkvöldi þar sem logn hafði lagst yfir Seltjarnarnesið og vind hreyfði ekki.

Ástæðan var sú að reykur fór að berast frá örbylgjuofni í íbúðarhúsi án þess þó að eldur hafi kviknað. Íbúar opnuðu dyr og glugga, en vegna lognsins varð engin hreyfing á reyknum þannig að óskað var eftir að slökkviliðið reykræsti húsið, sem gekk vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×