Fleiri fréttir

Hollensk yfirvöld aðstoða FBI

Yfirvöld í Hollandi og bandaríska alríkislögreglan eru nú komin í samstarf vegna rannsóknar á því hvers vegna nálar fundust í kalkúnasamlokum um borð í flugvélum Delta Air Lines-flugfélagsins á dögunum. Fjórar nálar fundust í samlokum í fjórum flugum frá Amsterdam í Hollandi til Bandaríkjanna. Tveir farþeganna sem fengu stungusár í munninn, eftir að hafa bitið í samlokuna sína, hafa leitað til læknis til að fyrirbyggja HIV-smit. Málið þykið mjög alvarlegt og á meðan rannsókn stendur yfir hefur sala á kalkúnasamlokum um borð í vélum félagsins verið hætt.

Býst við rífandi stemningu á sjósundmóti

"Það verður rífandi stemning. Það er engin spurning," segir Benedikt Hjartason sjósundkappi. Íslandsmeistaramótið í sjósundi fer fram í Nauthólsvík klukkan fimm í dag. Yfir sextíu manns hafa nú þegar skráð sig. "Svo kemur fólk á síðustu stundu þegar það sér hvernig veðrið er," segir Benedikt og hlær.

Fá fúlgur fjár frá hinu opinbera

Fjórir fyrrverandi forsætisráðherrar í Bretlandi þéna hver um sig 100 þúsund sterlingspund, eða tæpar 20 milljónir, í eftirlaun á ári frá breska ríkinu. Til viðbótar þéna þau miklar fúlgur árlega fyrir að halda fyrirlestra og sem ráðgjafar fyrir einkafyrirtæki.

Heitt vatn lak í kjallara fjölbýlishúss

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út upp úr klukkan ellefu í morgun eftir að tilkynnt var um vatnsleka í fjölbýlishúsi við Skipalón í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra brotnaði krani í kjallara hússins og flæddi heitt vatn um svo íbúar stóðu ráðalausir. Mikill hiti og gufa myndaðist í kjallarnum og þurftu slökkviliðsmenn að klæða sig í þykka hlífðargalla svo hægt væri að stöðva lekann. Ekki liggur fyrir hvort að mikið tjón hafi hlotist af lekanum.

Mandela er 94 ára í dag

Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, er 94 ára í dag og fagna íbúar í heimabæ hans, Qunu, því með veisluhöldum í dag. Á meðal gesta sem heimsóttu bæinn í dag var Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem hefur verið náinn vinur forsetans fyrrverandi síðustu ár.

Nubo byggir á 1,4% af landi Grímsstaða sem keypt verður

Huang Nubo mun ráðast í framkvæmdir á 1,4 prósentum af landinu Grímsstöðum á Fjöllum sem félagið GáF ehf. í eigu sjö sveitarfélaga mun kaupa og leigja honum síðan. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra óttast að uppbygging Nubos komi til með að kljúfa samfélag okkar í herðar niður, eins og hann kemst að orði. Samningar við Nubo um leigu á jörðinni eru á lokastigi. Hann ætlar að byggja hótel, eitt hundrað einbýlishús og golfvöll á svæðinu.

Kæran send Hæstarétti í dag

Öryrkjabandalag Íslands mun senda kæru til Hæstaréttar Íslands á næsta klukkutímanum. Það er Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur meðal annars unnið að málinu með Öryrkjabandalaginu.

Bjóða upp á áfenga drykki á Hrafnistu

Bryddað verður upp á þeirri nýjung á Dvalarheimilinu Hrafnistu að selja heimilisfólki og gestum áfenga drykki í endurnýjuðum matsal sem gera á að kaffihúsi. Bylting í þjónustunni við fólkið, segir forstjórinn.

Vill spara hundruð milljóna með rafrænni þjónustu

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, telur að Íslendingar ættu að vinna af fullri alvöru að taka upp rafrænar kosningar. Framkvæmd kosninga sé gamaldags og miðað við þá tækni sem er til staðar sé hægt að auka möguleika á þessu sviði og spara hundruð milljóna.

Sandsílastofninn á enn undir högg að sækja

Ástand sandsílastofnsins er enn slakt á suður- og vesturhluta landsins samkvæmt nýrri mælingu Hafrannsóknarstofnunar. Tíu daga sandsílaleiðangri á rannsóknarskipinu Dröfn RE 35 er nýlokið. Stærð sandsílastofnsins skiptir verulegu máli fyrir lífríkið því um er að ræða eina helstu fæðu allra sjófugla, ef súla og dílaskarfur er undanskilinn.

Vissu ekki að þau væru "týnd" - ætla að halda áfram för sinni

"Það var allt í góðu hjá þeim og ákváðu að halda áfram för sinni,“ segir Einar Eysteinsson, hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þýsku hjónin sem leitað hefur verið að síðan síðdegis í gær komu í leitirnar í morgun en það voru björgunarsveitarmenn sem fundu hjónin.

Hannes Hólmsteinn: "Brottrekstur Snorra er hneyksli"

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, tekur upp hanskann fyrir Snorra Óskarsson í Betel, sem var á dögunum rekinn úr starfi sem grunnskólakennari við Brekkuskóla á Akureyri vegna skrifa á persónulega bloggsíðu um samkynhneigð.

Fíkniefnabrot þriðjungi fleiri í ár

Fíkniefnabrot voru um þriðjungi fleiri fyrstu sex mánuði ársins en á sama tímabil í fyrra. Samkvæmt afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra voru 996 brot skráð á tímabilinu janúar til júní nú í ár. Um 72% brotanna voru vegna vörslu eða meðferðar fíkniefna, 9,7% voru vegna framleiðslu fíkniefna, 2% vegna sölu eða dreifingar og 5,.5% vegna innflutnings efna. Um 10% mála voru "ýmis fíkniefnabrot" en þar falla t.d. undir tilvik þar sem fíkniefni finnast á víðavangi.

Russel Crowe fór út að hjóla í morgun

Stórleikarinn Russel Crowe er staddur á Íslandi þessa daganna til að leika í mynd um Örkina hans Nóa. Leikarinn er duglegur að láta aðdáendur sína vita hvað hann er að gera á Twitter-síðu sinni. Í morgun sagðist hann hafa hjólað 20 kílómetra í Reykjavík.

Tvö ungmenni handtekin eftir árás á lögreglumenn

Tvö ungmenni voru handtekin í kópavogi í nótt eftir að þau höfðu ráðist á lögreglumenn, sem sendir höfðu verið á vettvang vegna ölvunar og fleiru, eins og segir í skeyti löreglunnar, sem neitar að gefa frekari upplýsingar um málsatvik.

Þýsku hjónin fundin

Hjónin sem leitað hefur verið að eru fundin. Hjónin fundust nú rétt í þessu á gönguleiðinni milli Engjasels og Múlaskála, sem er á gönguleiðinni suður í Lón. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg eru hjónin við góða heilsu. Björgunarsveitamenn og þyrla Landhelgisgæslunnar leituðu hjónanna fram til miðnættis í gær og hófst formleg leit aftur með morgninum.

Vaðandi makrílgöngur víða um landið

Makrílgöngur voru vaðandi upp í landssteinum á Eskifirði í gærkvöldi en í gærdag bárust fréttir af makrílgöngu við Hólmavík og reyndar víðar við Húnaflóa.

Óvenjumikil berjaspretta í ár

Berjaspretta er óvenjumikil miðað við árstíma og hefur Skessuhorn eftir starfsmönnum þjóðgarðsins Snæfellsjökuls að krækiberin séu þegar búin að taka lit. Þau séu því orðin æt, þó þau séu ekki orðin sæt og safarík eins og þau verða full þroskuð.

Úrskurður ekki fyrr en í haust

Stjórnlagadómstóll Þýskalands ætlar að kveða upp úrskurð í haust um það, hvort nýr neyðarsjóður evruríkjanna stenst ákvæði þýsku stjórnarskrárinnar.

Þegar uppselt á Bræðsluna

Uppselt er á tónlistarhátíðina Bræðsluna sem haldin er á Borgarfirði eystri dagana 26. til 29. júlí næstkomandi. Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram laugardaginn 28. júlí.

Uppþornaðar ár við gul tún

Varla hefur væta komið úr lofti svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir á stórum hluta landsins. Fjölmargir bændur horfa á túnin brenna. Ástandið í laxveiðiám í Borgarfirði og Dalasýslu þykir vera grafalvarlegt.

Íslendingar ekki í hættu

Íslendingum á Kanaríeyjum stafar ekki hætta af skógareldum sem þar loga. Eldarnir hafa nú þegar farið yfir þúsundir hektara lands og nokkur hundruð íbúar hafa verið fluttir á brott vegna eldanna. Skógareldarnir loga ekki á ferðamannasvæðum. Enn logar á eyjunum Tenerife, La Palma og La Gomera en búið er að ná tökum á eldunum á tveimur síðastnefndu eyjunum.

Spornað við spóli úti á Granda

Settar hafa verið upp hraðahindranir í Ánanaustum, en íbúar í grenndinni hafa mikið kvartað undan hávaða frá ökumönnum sem keyra þar um. „Það hefur svo sem aldrei verið neinn ofboðslegur hraði þarna, heldur aðallega hávaði vegna spóls,“ segir Kristófer Sæmundsson, varðstjóri Umferðardeildar lögreglunnar.

Samningar við Huang Nubo langt komnir

Samningaviðræður félags Huangs Nubo við sex sveitarfélög á Norðausturlandi um kaup og leigu á Grímsstöðum á Fjöllum eru langt komnar. Huang segir að heildarfjárfesting hans hér á landi muni nema ríflega 25 milljörðum króna.

Óku um göturnar í hundakerru

Óvenjuleg sjón blasti við vegfarendum á Egilsstöðum á föstudaginn var þegar aldraðir vistmenn á sjúkradeild Héraðssjúkrahúss Austurlands þeystust um götur í nágrenni sjúkrahússins á vagni sem tveir hundar drógu.

Harðir bardagar í höfuðborg Sýrlands

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna reynir að ná samkomulagi um framhald friðargæslustarfs í Sýrlandi, en umboð núverandi friðargæslu rennur út á föstudag. Friðargæslan má sín þó lítils og hafa átökin í Sýrlandi versnað dag frá degi.

Listastarfsemin er í gíslingu skrifræðis

Hús Héraðsskólans á Laugarvatni stendur autt og málefni þess virðast í ólestri. Á meðan gæti svo farið að starfsemi Gullkistunnar verði á hrakhólum eftir ár. Sveitarstjóri vill líf í húsið en hið opinbera, sem á það, virðir hann ekki svars.

Karlmaður elti dreng í Vesturbæ

lUngur drengur sem hjólaði eftir Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur um níuleytið á mánudagskvöld varð nokkuð skelkaður þegar karlmaður á þrítugs- eða fertugsaldri kallaði á eftir honum úr bíl sínum og bað hann um að ræða aðeins við sig. Maðurinn ók gráum sportbíl með vindskeið og elti drenginn þegar hann neitaði og hjólaði sína leið.

Gera lítið úr vanda í undirbúningi ÓL

Þrátt fyrir vandræðalegar uppákomur í aðdraganda Ólympíuleikanna í London segja skipuleggjendur að allt muni ganga upp. Öryggisfyrirtæki sveikst um að útvega fjölda gæslumanna. Leikarnir hefjast 27. júlí.

Áttatíu metra mylla í Hafinu

„Að fengnum tilskildum leyfum er fyrirhugað að reisa vindmyllurnar í nóvember á þessu ári en umsóknin um virkjunarleyfi er hluti af því leyfisferli sem verkefnið þarf að fara í gegnum,“ segir Ásdís Ólafsdóttir hjá Landsvirkjun.

Á yfir höfði sér háar fjársektir

Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft gæti þurft að greiða háar fjársektir fyrir að hafa ekki gefið tölvunotendum kost á að velja sér netvafra á nýjum tölvum.

Curiosity lendir á Mars 5. ágúst

Þróaðasta rannsóknartæki sem NASA hefur nokkru sinni sent út í geim, jeppinn Curiosity, mun lenda á Mars eftir þrjár vikur.

Leit lokið í kvöld

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur lokið leit sinni að þýsku hjónunum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum verður leit haldið áfram á morgun.

Barack og Michelle skipað að kyssast

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, gerði hlé á kosningabaráttunni í gær og bauð fjölskyldu sinni á körfuboltaleik í Washington. Það vakti síðan mikla lukku meðal áhorfenda þegar forsetahjónin birtust á risavöxnum flatskjá og var skipað að kyssast.

Nauðsynlegt að taka á öryggisferlum á leikskólum

"Slysið sem átti sér stað á leikskólanum í Hafnarfirði var afar alvarlegt. Því miður er ákveðið úrræðaleysi þegar slys eins og þessi eiga sér stað." Þetta segir Herdís Storgaard, verkefnisstjóri slysavarna barna.

Sjá næstu 50 fréttir