Erlent

Varnarmálaráðherra Sýrlands drepinn í sprengjuárás

Daoud Rajiha, varnarmálaráðherra Sýrlands, var drepinn í morgun.
Daoud Rajiha, varnarmálaráðherra Sýrlands, var drepinn í morgun. mynd/afp
Varnamálaráðherra Sýrlands, Daoud Rajiha, lét lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í miðborg Damaskus í morgun. Átökin í borginni fara stigvaxandi með hverju degi.

Árásin var gerð á höfuðustöðvar Þjóðaröryggisstofnunar Sýrlands í miðborg Damaskus. Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC varnamálaráðherra landsins hafi látið lífi og einnig Assef Shawkat, næst æðsti yfirmaður sýrlenska heraflans og mágur Assads forseta.

Óstaðfestar fregnir herma að uppreisnarmenn í Sýrlandi hafi blásið til stórsóknar í höfuðborginni en átökin þar hafa farið stigvaxandi undanfarna daga.

Vesturlönd hafa beitt efnahagslegum þvingunum til að þrýsta á sýrlensk stjórnvöld til að draga hersveitir til baka frá borgum og bæjum til koma í veg fyrir frekara mannfall. Sextán til sautján þúsund manns hafa látið lífið síðan uppreisnin hófst í mars á síðasta árs.

Rússar og Kínverjar hafa hins vegar lagst gegn því að Öryggisráð Sameinuðuþjóðanna samþykki hertari aðgerðir.

Þúsundir Sýrlendinga hafa flúið til Tyrklands á síðustu mánuðum þar á meðal tuttugu sýrlenskir hershöfðingar.

Íraskir flóttamenn sem flúðu til Sýrlands fyrir tæpum áratug vegna átakanna í Írak flýja nú átökin í Sýrlandi með því að fara aftur til Íraks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×