Erlent

Á yfir höfði sér háar fjársektir

Bill Gates
Bill Gates
Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft gæti þurft að greiða háar fjársektir fyrir að hafa ekki gefið tölvunotendum kost á að velja sér netvafra á nýjum tölvum.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið rannsókn á því hvort Microsoft hafi með þessu gerst brotlegt við samkeppnisskuldbindingar, sem fyrirtækið gekkst undir árið 2009.

Microsoft hefur viðurkennt að valmöguleikar fyrir netvafra hafi ekki fylgt nýjustu uppfærslu Windows-7 stýrikerfisins frá í febrúar 2011.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×