Innlent

Formleg leit hefst að nýju að þýsku hjónunum

Formleg leit hefst nú með morgninum að þýskum hjónum, sem saknað er við Eyjabakkajökul norðaustan af Vatnajökli, en eftirgrennslan að fólkinu stóð fram undir miðnætti.

Búið er að kalla út fjölda björgunarsveiatrmenna sem hafa farið inn að Snæfelli í nótt og þyrla Landhelgisgæslunnar, sem gerði grófa leit á stóru svæði í gærkvöldi, er nú á Egilsstöðum og mun taka þátt í leitinni í dag.

Áhöfnin varð ekki vör við nein ummerki um ferðir fólksins þrátt fyrir gott skyggni á leitarsvæðinu, en þar er spáð kólnandi veðri og jafnvel rigningu þegar líður á daginn.

Hjónin eru vön gönguferðum og vel búin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×