Erlent

Úrskurður ekki fyrr en í haust

Lætur ekki undan þrýstingi um flýtimeðferð.
Lætur ekki undan þrýstingi um flýtimeðferð. nordicphotos/AFP
Stjórnlagadómstóll Þýskalands ætlar að kveða upp úrskurð í haust um það, hvort nýr neyðarsjóður evruríkjanna stenst ákvæði þýsku stjórnarskrárinnar.

Leiðtogar þýsku ríkisstjórnarinnar hafa hvatt dómstólinn til að gefa málinu flýtimeðferð og vonuðust eftir niðurstöðu strax í þessum mánuði, en dagsetningin 12. september hefur nú verið fastsett.

Neyðarsjóðurinn gegnir því hlutverki að koma evruríkjum til bjargar, sem ráða ekki við skuldavanda sinn.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×