Erlent

Fá fúlgur fjár frá hinu opinbera

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margaret Thatcer og Tony Blair fá fúlgur fjár frá hinu opinbera.
Margaret Thatcer og Tony Blair fá fúlgur fjár frá hinu opinbera. mynd/ afp.
Fjórir fyrrverandi forsætisráðherrar í Bretlandi þéna hver um sig yfir 100 þúsund sterlingspund í laun á ári frá breska ríkinu. Til viðbótar þéna þau miklar fúlgur árlega fyrir að halda fyrirlestra og sem ráðgjafar fyrir einkafyrirtæki. Um er að ræða Margaret Thatcher, John Major, Tony Blair og Gordon Brown.

Breska blaðið Daily Mail segir að almenningur hafi sérstaklega hneykslast á þessum greiðslum til Blair sem hafi þénað margar milljónir sterlingspunda af viðskiptasamningum og ræðum allt frá árinu 2007. Til viðbótar því þiggur hann hámarksgreiðslur frá ríkinu, en þær eru um 117 þúsund sterlingspund, eða um 23 milljónir króna.

Thatcher hefur líka þegið fúlgur fjár frá því að hún lét af starfi forsætisráðherra í upphafi 10. áratugarins. Hún vann til að mynda fyrir tóbaksframleiðandann Phillip Morris og þáði milljónir á ári hverju. Hún er nú hætt að koma fram opinberlega vegna heilsuleysis.



Það var Daily Mail sem greindi frá.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×