Erlent

Kínverjar frelsa 26 gísla úr haldi sómalskra sjóræningja

Kínverjar hafa tilkynnt um að þeim hafi tekist að frelsa 26 gísla úr haldi sjóræningja í Sómalíu.

Gíslarnir voru skipverjar á togara frá Taiwan en sjóræningjar rændu togaranum fyrir hálfu öðru ári síðan. Í tilkynningu frá kínverska utanríkisráðuneytinu segir að eftir erfiða vinnu margra aðila hafi tekist að frelsa gíslana í gærkvöldi. Þeir séu nú komnir um borð í kínverskt herskip. Ekki kemur fram með hvaða hætti gíslarnir voru frelsaðir.

Stjórnvöld á Taiwan hafa þakkað Kínverjum fyrir aðstoð þeirra við að frelsa gíslana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×