Innlent

Lánaþakið tekið til endurskoðunar

Moody‘s benti nýverið á að markaðshlutdeild Íls hafi minnkað.
Moody‘s benti nýverið á að markaðshlutdeild Íls hafi minnkað.
Til stendur að taka til endurskoðunar 20 milljón króna útlánaþak húsnæðislána Íbúðalánasjóðs.

Sigurður Erlingsson, forstjóri sjóðsins, segir endurskoðun lánaþaksins hafa verið til umfjöllunar á síðasta stjórnarfundi. „Við höfum hug á því að framreikna þakið og uppfæra okkar hámarkslán,“ segir hann. Í framhaldinu yrði svo búin til umgjörð þar sem hámarkslán sjóðsins væru til endurskoðunar árlega. Í athugasemd sem greiningarfyrirtækið Moody‘s birti um helgina er minnkandi markaðshlutdeild Íbúðalánasjóðs á fasteignamarkaði sögð „þrýsta á“ lánshæfismat sjóðsins. Sigurður segir ekki tilefni til að bregðast sérstaklega við skrifum Moody‘s, enda sé bara um að ræða einn þátt af mörgum sem fyrirtækið horfi til við lánshæfismat sitt. Einkunn sjóðsins hafi alla jafna fylgt ríkinu, enda veiti það lánum sjóðsins bakábyrgð.

Hann segir markmið sjóðsins ekki að vera í hörðum samkeppnisrekstri, þótt hann komi til með að bjóða áfram góðar vörur á markaði íbúðalána. Þannig ætli sjóðurinn með haustinu að bjóða upp á óverðtryggð lán, líkt og bankarnir hafi gert. „Við ætlum ekki að láta ýta okkur hægt og rólega út af markaðnum.“ - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×