Innlent

Karlmaður elti dreng í Vesturbæ

Drengurinn var að hjóla heim til sín þegar maðurinn bað hann um að ræða við sig.
Drengurinn var að hjóla heim til sín þegar maðurinn bað hann um að ræða við sig. fréttablaðið/hari
lUngur drengur sem hjólaði eftir Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur um níuleytið á mánudagskvöld varð nokkuð skelkaður þegar karlmaður á þrítugs- eða fertugsaldri kallaði á eftir honum úr bíl sínum og bað hann um að ræða aðeins við sig. Maðurinn ók gráum sportbíl með vindskeið og elti drenginn þegar hann neitaði og hjólaði sína leið.

Maðurinn á sportbílnum gaf í og elti drenginn þar til hann kastaði frá sér hjólinu og hljóp heim til sín. Maðurinn steig þá út úr bílnum og gekk á eftir drengnum, hrópaði á hann og bað hann enn um að ræða við sig.

Þegar drengurinn komst heim til sín hringdu foreldrar hans á lögreglu sem kom og tók skýrslu af drengnum. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni.

Drengurinn sem um ræðir er tólf ára gamall. Ekki er vitað hvað manninum gekk til.- bþh

veistu meira? Sendu okkur ábendingu á meira@frettabladid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×