Innlent

Leit lokið í kvöld

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur lokið leit sinni að þýsku hjónunum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum verður leit haldið áfram á morgun.

Hjónin ætluðu að ganga yfir Eyjabakkajökul sem er í norðaustanverðum Vatnajökli á laugardaginn. Þau sneru hins vegar við um kvöldið. Skálavörður hafði áhyggjur af hjónunum og lét lögreglu vita.

Ágætis veður hefur verið á svæðinu í kvöld en leitarsvæðið er afar illfært bæði ökutækjum og gangandi.

Björgunarsveitarmenn voru á svæðinu og biðu þess að verða kallaðir til leitar.


Tengdar fréttir

Leita þýskra hjóna

Eftirgrennslan er hafin vegna þýskra hjóna í nágrenni við Snæfell, sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið austur til þess að taka þátt í hugsanlegri leit.

Þyrlan Landhelgisgæslunnar komin á staðinn

Leit stendur enn yfir af þýskum hjónum sem ætluðu að ganga yfir Eyjabakkajökul. Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin á staðinn en svæðið er illfært yfirferðar bæði ökutækjum og gangandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×