Innlent

Lítill og krúttlegur orkubolti sem erfitt er að láta frá sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Litla kisan er krúttleg en ákaflega veikluleg að sjá.
Litla kisan er krúttleg en ákaflega veikluleg að sjá.
Það var lítil og sæt tveggja mánaða gömul læða sem mætti tveimur starfskonum Sjálfsbjargar, landssamtökum fatlaðra, þegar þær gengu göngubrú yfir Kringlumýrarbraut á dögunum.

Hún var aftur á móti afar veikluleg og var flutt á Dýraspítalann í Víðidal. Þar kom í ljós að kisa litla er lærbrotin ofarlega á afturlöpp. Kisan er núna í umsjá Andra Valgeirssonar, sem er starfsmaður hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar. Hann segir að hægt sé að gera við fótinn með aðgerð, en hún gæti kostað 70-100 þúsund krónur. Þann pening eigi hann ekki til.



Andri Valgeirsson hefur ákveðið að taka litlu kisuna að sér.


„Þessi orkubolti stimplaði sig rækilega inn í hjartað okkar og mig langar að taka hana að mér, allavega þangað til eigandi gefur sig fram. Ég á þó erfitt með að borga svona háa upphæð og leita því eftir aðstoð," segir Andri Valgeirsson.

Hann hefur því opnað sérstakan reikning fyrir þetta málefni og biðlar til kattarvina um aðstoð. Ef afgangur verður af upphæðinni ætlar Andri að skipta henni upp og gefa Kattholti og Dýrahjálp afganginn.

Reikningsnúmerið er 0111-05-261205 og kennitalan 250385-2189.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×