Innlent

Fíkniefnabrot þriðjungi fleiri í ár

Fíkniefnabrot voru um þriðjungi fleiri fyrstu sex mánuði ársins en á sama tímabil í fyrra. Samkvæmt afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra voru 996 brot skráð á tímabilinu janúar til júní nú í ár. Um 72% brotanna voru vegna vörslu eða meðferðar fíkniefna, 9,7% voru vegna framleiðslu fíkniefna, 2% vegna sölu eða dreifingar og 5,.5% vegna innflutnings efna. Um 10% mála voru „ýmis fíkniefnabrot" en þar falla t.d. undir tilvik þar sem fíkniefni finnast á víðavangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×