Innlent

Þegar uppselt á Bræðsluna

Mugison
Mugison
Uppselt er á tónlistarhátíðina Bræðsluna sem haldin er á Borgarfirði eystri dagana 26. til 29. júlí næstkomandi. Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram laugardaginn 28. júlí.

Í frétt Austurgluggans um málið er haft eftir tónleikahöldurum að salan hafi aldrei gengið betur en hátíðin er haldin í áttunda sinn í sumar.

Metfjöldi kemur fram á hátíðinni í ár. Meðal þeirra sem spila eru Mugison, Valgeir Guðjónsson og Fjallabræður. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×