Erlent

Barack og Michelle skipað að kyssast

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, gerði hlé á kosningabaráttunni í gær og bauð fjölskyldu sinni á körfuboltaleik í Washington. Það vakti síðan mikla lukku meðal áhorfenda þegar forsetahjónin birtust á risavöxnum flatskjá og var skipað að kyssast.

Það kom mikill sælusvipur á Barack þegar ljóst var hvað í stefndi. Þau hikuðu þó örstutt. Dóttir þeirra hvatti þau síðan áfram.

Atvikið átti sér stað á leik Ólympíuliðs Bandaríkjanna í körfubolta gegn liði Brasilíu.

Hægt er að sjá kossinn hér fyrir ofan. Það skal þó tekið fram að herlegheitin eiga sér stað þegar tæpar 50 sekúndur eruð liðnar af myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×