Erlent

Mandela er 94 ára í dag

Nelson Mandela er 94 ára í dag.
Nelson Mandela er 94 ára í dag.
Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, er 94 ára í dag og fagna íbúar í heimabæ hans, Qunu, því með veisluhöldum í dag. Á meðal gesta sem heimsóttu bæinn í dag var Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem hefur verið náinn vinur forsetans fyrrverandi síðustu ár.

Mandela hefur dregið sig út úr sviðljósinu og sást síðast opinberlega á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fór fram í Jóhannesarborg árið 2010.

Fáir menn njóta jafn mikillar viðringar og ástar um allan heim og Mandela. Hann sat í fangelsi í tæpa þrjá áratugi fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu hvítra manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×