Innlent

Heitt vatn lak í kjallara fjölbýlishúss

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út upp úr klukkan ellefu í morgun eftir að tilkynnt var um vatnsleka í fjölbýlishúsi við Skipalón í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra brotnaði krani í kjallara hússins og flæddi heitt vatn um svo íbúar stóðu ráðalausir. Mikill hiti og gufa myndaðist í kjallarnum og þurftu slökkviliðsmenn að klæða sig í þykka hlífðargalla svo hægt væri að stöðva lekann. Ekki liggur fyrir hvort að mikið tjón hafi hlotist af lekanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×