Erlent

Íslendingar ekki í hættu

Skógareldarnir á Kanaríeyjum geisa ekki á ferðamannasvæðunum.
Skógareldarnir á Kanaríeyjum geisa ekki á ferðamannasvæðunum. fréttablaðið/ap
Íslendingum á Kanaríeyjum stafar ekki hætta af skógareldum sem þar loga. Eldarnir hafa nú þegar farið yfir þúsundir hektara lands og nokkur hundruð íbúar hafa verið fluttir á brott vegna eldanna. Skógareldarnir loga ekki á ferðamannasvæðum. Enn logar á eyjunum Tenerife, La Palma og La Gomera en búið er að ná tökum á eldunum á tveimur síðastnefndu eyjunum.

Miklir þurrkar og lofthiti hafa skapað kjöraðstæður fyrir skógarelda en um þúsund slökkviliðsmenn hafa reynt að hemja eldana undanfarna daga. Notaðar eru þyrlur en þær áttu í erfiðleikum með að sækja sjó vegna mikillar ölduhæðar við eyjarnar í gær. Bundnar eru vonir við að eldarnir verði slökktir á næstu dögum þar sem veðurútlit er gott.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×