Samningar við Huang Nubo langt komnir 18. júlí 2012 05:30 Huang sagðist, í viðtali við Bloomberg í gær, ráðgera að reisa hótel, um 100 einbýlishús og golfvöll á hinu byggilega svæði Grímsstaða. Þá verði boðið upp á ýmiss konar afþreyingu á svæðinu. Nordicphotos/AFP Samningaviðræður félags Huangs Nubo við sex sveitarfélög á Norðausturlandi um kaup og leigu á Grímsstöðum á Fjöllum eru langt komnar. Huang segir að heildarfjárfesting hans hér á landi muni nema ríflega 25 milljörðum króna. Samningaviðræðum Zhongkun-fjárfestingafélagsins, í eigu kínverska fjárfestisins Huangs Nubo, við sveitarfélög á Norðausturlandi um langtímaleigu á Grímsstöðum á Fjöllum eru langt komnar. Vonast er eftir því að skrifað verði undir leigusamning á næstu vikum. „Þetta mál er komið mjög langt og er í fínum farvegi. Við vonumst eftir því að geta látið á þetta reyna innan tiltölulega skamms tíma,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings og stjórnarformaður GÁF sem er einkahlutafélag í eigu sex sveitarfélaga á Norðausturlandi. Var félagið stofnað til að undirbúa kaup og leigu á Grímsstöðum. Bergur segir að þegar sé fengin niðurstaða í flest þau atriði sem semja hafi þurft um. Nú sé í gangi lögfræðivinna sem snúi að því að fínpússa samninginn. Bergur segist ekki geta tjáð sig efnislega um samkomulagið fyrr en skrifað hafi verið undir samning. Niðurstaðan sé þó í takti við það sem sveitarfélögin hafi lagt upp með í upphafi. Loks segir Bergur að gangi allt að óskum fari hönnunarvinna brátt af stað. Að henni lokinni geti framkvæmdir hafist, sem gæti orðið árið 2014. Huang sagði sjálfur í viðtali við bandarísku viðskiptafréttaveituna Bloomberg í gær að samningaviðræðunum væri lokið þótt enn hefði ekki verið skrifað undir formlegan leigusamning. Skrifað yrði undir samninginn í síðasta lagi í október. Samkvæmt frétt Bloomberg er leiguverðið tæplega 7,8 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi um 990 milljóna íslenskra króna. Þá kemur fram í fréttinni að leiguverðið sé um einni milljón dala lægra en það kaupverð lóðarinnar sem rætt hafði verið um. Þá er haft eftir Huang að heildarfjárfesting hans vegna leigu á landinu og uppbyggingar á svæðinu verði tæplega 200 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi ríflega 25 milljarða króna. Huang ráðgerir að reisa hótel, um 100 einbýlishús og golfvöll á hinu byggilega svæði Grímsstaða en landið verður að hans sögn leigt til fjörutíu ára með möguleika á framlengingu til annarra fjörutíu ára. Þá verður hinn hluti lóðarinnar notaður sem útivistarsvæði þar sem boðið verður upp á afþreyingu á borð við hestaferðir, fjallgöngur og svifdrekaflug. Huang kveðst vonast til þess að sala á einbýlishúsunum, að mestu til ríkra Kínverja, muni nægja til að greiða upp verkefnið. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Samningaviðræður félags Huangs Nubo við sex sveitarfélög á Norðausturlandi um kaup og leigu á Grímsstöðum á Fjöllum eru langt komnar. Huang segir að heildarfjárfesting hans hér á landi muni nema ríflega 25 milljörðum króna. Samningaviðræðum Zhongkun-fjárfestingafélagsins, í eigu kínverska fjárfestisins Huangs Nubo, við sveitarfélög á Norðausturlandi um langtímaleigu á Grímsstöðum á Fjöllum eru langt komnar. Vonast er eftir því að skrifað verði undir leigusamning á næstu vikum. „Þetta mál er komið mjög langt og er í fínum farvegi. Við vonumst eftir því að geta látið á þetta reyna innan tiltölulega skamms tíma,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings og stjórnarformaður GÁF sem er einkahlutafélag í eigu sex sveitarfélaga á Norðausturlandi. Var félagið stofnað til að undirbúa kaup og leigu á Grímsstöðum. Bergur segir að þegar sé fengin niðurstaða í flest þau atriði sem semja hafi þurft um. Nú sé í gangi lögfræðivinna sem snúi að því að fínpússa samninginn. Bergur segist ekki geta tjáð sig efnislega um samkomulagið fyrr en skrifað hafi verið undir samning. Niðurstaðan sé þó í takti við það sem sveitarfélögin hafi lagt upp með í upphafi. Loks segir Bergur að gangi allt að óskum fari hönnunarvinna brátt af stað. Að henni lokinni geti framkvæmdir hafist, sem gæti orðið árið 2014. Huang sagði sjálfur í viðtali við bandarísku viðskiptafréttaveituna Bloomberg í gær að samningaviðræðunum væri lokið þótt enn hefði ekki verið skrifað undir formlegan leigusamning. Skrifað yrði undir samninginn í síðasta lagi í október. Samkvæmt frétt Bloomberg er leiguverðið tæplega 7,8 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi um 990 milljóna íslenskra króna. Þá kemur fram í fréttinni að leiguverðið sé um einni milljón dala lægra en það kaupverð lóðarinnar sem rætt hafði verið um. Þá er haft eftir Huang að heildarfjárfesting hans vegna leigu á landinu og uppbyggingar á svæðinu verði tæplega 200 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi ríflega 25 milljarða króna. Huang ráðgerir að reisa hótel, um 100 einbýlishús og golfvöll á hinu byggilega svæði Grímsstaða en landið verður að hans sögn leigt til fjörutíu ára með möguleika á framlengingu til annarra fjörutíu ára. Þá verður hinn hluti lóðarinnar notaður sem útivistarsvæði þar sem boðið verður upp á afþreyingu á borð við hestaferðir, fjallgöngur og svifdrekaflug. Huang kveðst vonast til þess að sala á einbýlishúsunum, að mestu til ríkra Kínverja, muni nægja til að greiða upp verkefnið. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira