Innlent

Vaðandi makrílgöngur víða um landið

Makrílgöngur voru vaðandi upp í landssteinum á Eskifirði í gærkvöldi en í gærdag bárust fréttir af makrílgöngu við Hólmavík og reyndar víðar við Húnaflóa.

Þá eru smábátar að mokveiða makríl á Breiðafirði og stutt er síðan hann óð í Reykjavíkurhöfn. Hann virðist því dreifður umhverfis allt landið og ganga veiðar stóru skipanna líka vel, meðal annars á Reykjanesgrunni.

Heildarmakrílaflinn það sem af er vertíð, er líklega orðinn nálægt 40 þúsund tonnum, en heildarkvótinn er hátt í 150 þúsund tonn.

Ferðamenn, ekki síst erlendir, hafa dregið veiðistangir úr pússi sínu og víða dorgað af bryggjum og Hafrannsóknastofnun biður sjómenn og aðra, sem eitthvað verða varir við makrílgöngur, að láta stofnunina vita.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×