Innlent

Vissu ekki að þau væru "týnd" - ætla að halda áfram för sinni

Boði Logason skrifar
Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
„Það var allt í góðu hjá þeim og ákváðu að halda áfram för sinni," segir Einar Eysteinsson, hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þýsku hjónin sem leitað hefur verið að síðan síðdegis í gær komu í leitirnar í morgun en það voru björgunarsveitarmenn sem fundu hjónin.

Einar segir að hjónin hafi ekki upplifað það sem svo að þau væru týnd. „Ferðaáætlun þeirra hafði bara aðeins breyst," segir Einar. Þau vissu ekki að viðbúnaðinum hjá slysavarnafélaginu en þyrlan leitaði í gær og í morgun að hjónunum og þá voru björgunarsveitir ræstar út í morgun.

Hjónin fundust á göngu á gönguleiðinni milli Engjasels og Múlaskála og segir Einar að þau ætli að halda áfram suður í Lón.


Tengdar fréttir

Þýsku hjónin fundin

Hjónin sem leitað hefur verið að eru fundin. Hjónin fundust nú rétt í þessu á gönguleiðinni milli Engjasels og Múlaskála, sem er á gönguleiðinni suður í Lón. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg eru hjónin við góða heilsu. Björgunarsveitamenn og þyrla Landhelgisgæslunnar leituðu hjónanna fram til miðnættis í gær og hófst formleg leit aftur með morgninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×