Innlent

Russel Crowe fór út að hjóla í morgun

Boði Logason skrifar
Russel Crowe lendir á Reykjavíkurflugvelli á mánudagskvöld.
Russel Crowe lendir á Reykjavíkurflugvelli á mánudagskvöld. mynd/Jóhann K. Jóhannsson
Stórleikarinn Russel Crowe er staddur á Íslandi þessa daganna til að leika í mynd um Örkina hans Nóa. Leikarinn er duglegur að láta aðdáendur sína vita hvað hann er að gera á Twitter-síðu sinni. Í morgun sagðist hann hafa hjólað 20 kílómetra í Reykjavík.

„Hjólaði 20 km, sem er ekkert mál ekki satt? Það er erfitt í Reykjavík, lítil og yndisfögur...eins og eiginkonan mín," skrifaði Crowe á Twitter. Í gær sagði hann á síðunni að það væri ný reynsla fyrir sig að það væri bjart allan sólarhringinn en svo virðist sem hann sé að venjast því.

Crowe lenti á Reykjavíkurflugvelli á mánudagskvöld en það var létt yfir honum og spjallaði hann við flugvallarstarfsmenn áður en hann hélt á brott. Fjölskylda hans er með honum í för hér á landi.

Bíómyndin Noah verður tekin upp hér á landi en leikonan Jennifer Conelly leikur einnig í myndinni og er hún væntanleg hingað til lands um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×