Innlent

Býst við rífandi stemningu á sjósundmóti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedikt Hjartarson og félagar hans í sjósundi í Nauthólsvík.
Benedikt Hjartarson og félagar hans í sjósundi í Nauthólsvík.
„Það verður rífandi stemning. Það er engin spurning," segir Benedikt Hjartason sjósundkappi. Íslandsmeistaramótið í sjósundi fer fram í Nauthólsvík klukkan fimm í dag. Yfir sextíu manns hafa nú þegar skráð sig. „Svo kemur fólk á síðustu stundu þegar það sér hvernig veðrið er," segir Benedikt og hlær.

Benedikt segir að sjósundiðkunn sé mjög vaxandi á Íslandi á meðal almennings. „Svo eru þeir að koma svolítið krakkarnir sem hafa verið að keppa í sundlaugunum og eru að koma núna út í sjó til okkar. Það verða margir svoleiðis í kvöld," segir Benedikt.

Hann segir að stemningin í Íslandsmeistaramótinu séu svipuð og í Reykjavíkurmaraþoni. „Það eru 10-12 í hverri vegalengd sem eru brjálaðir keppnismenn og ætla sér stóra hluti. Svo eru hinir sem hafa bara gaman að því að vera með og synda þetta sér til ánægju," segir Benedikt. Hann bendir á að fólk þreytist síður í sjósundi en í sundlaugum. Saltið hefur sín áhrif þar á.

Margir af efnilegustu sundmönnum Íslands hafa skráð sig til leiks í kvöld, sem og erlendir keppendur. Þar á meðal Bára Kristín Björgvinsdóttir frá Sundfélagi Hafnarfjarðar sem var fyrst íslendinga til að taka þátt í Víðavatnssundkeppni á erlendi grundu þegar hún ásamt tveimur öðrum tóku þátt í Evrópukeppni unglinga í Tyrklandi síðustu helgi. Sá er kemur lengst að er sundkona að nafni Chae Won Oh og er frá Suður Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×