Fleiri fréttir Aldrei fleiri möguleikar í fluginu ISAVIA býst við að umfang flugstarfsemi í Keflavík slái öll fyrri met í sumar. Ráðist í endurbætur í Leifsstöð. Í sumar geta farþegar á leið til Lundúna, Berlínar, Alicante og Parísar valið á milli fjögurra flugfélaga. Í sumar er búist við að daglega fari um 15 þúsund farþegar um Leifsstöð þegar mest lætur. 12.4.2012 07:00 12% fleiri um Hellisheiðina Töluvert fleiri voru á faraldsfæti yfir nýafstaðna páskahelgi en um páskana í fyrra, samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar. Alls fóru ríflega 33 þúsund bílar um Hellisheiði, sem er um 12 prósenta aukning frá páskunum í fyrra, þegar tæplega 30 þúsund fóru um heiðina. Í ár fóru um 28 þúsund bílar um Hvalfjarðargöngin, en í fyrra voru bílarnir ríflega 27 þúsund talsins. 12.4.2012 07:00 Lýst eftir Sigurði Brynjari Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sigurði Brynjari Jenssyni. Sigurður Brynjar er fæddur árið 1996 og er búsettur í Grindavík. Sigurður Brynjar sást síðast í Reykjavík síðdegis í gær. 12.4.2012 18:16 Heimildarmynd rannsakar lækningarmátt tónlistar Sem ungur maður hafði Henry gamli dálæti á tónlist. Dóttir hans segir að hann hafi oft á tíðum dansað um göturnar líkt og Gene Kelly í "Singing in the Rain.“ En árin liðu og eftir að hafa verið í tíu ár á hjúkrunarheimili hefur þunglyndi heltekið hann. 11.4.2012 23:37 IBM þróar "snjall-gólf" Tæknifyrirtækið IBM hefur tryggt sér einkaleyfi á hinu svokallaða "snjall-gólfi.“Nýjungin þykir afar metnaðarfull og bindur fyrirtækið miklar vonir við hana. 11.4.2012 22:15 Charles Manson neitað um reynslulausn á ný Bandaríska fjöldamorðingjanum Charles Manson var neitað um reynslulausn í dag af dómstólum í Kaliforníu. Þetta er í tólfta sinn sem Manson fer fram á að verða sleppt úr haldi. 11.4.2012 21:27 Nærmynd af einum efnilegasta fótboltamanni heims Gylfi Þór Sigurðsson var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í nýliðnum mánuði. Ísland í dag ræddi við vini og skyldmenni Gylfa. 11.4.2012 21:00 Fékk 25 milljónir króna í vinning Karlmaður á miðjum aldri á Suðurlandi fékk 5 milljónir á trompmiðann sinn í Happdrætti Háskóla Íslands. Hann fimmfaldaði því vinninginn og fékk 25 milljónir króna í vinning. 11.4.2012 20:53 Flugbíllinn heillar Ómar "Það hefur lengi verið draumur minn að eiga svona bíl," sagði Ómar Ragnarsson í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þáttastjórnendur forvitnuðust um skoðun Ómars á nýlegum flugbíl sem hannaður var af verkfræðingum í Bandaríkjunum. 11.4.2012 20:45 "Við þurfum opna umræðu um stöðu stjúpforeldra við skilnað" "Þetta er þörf umræða,“ sagði Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Einar ræddi við þáttastjórnendur um réttindi stjúpforeldra þegar skilnaður á sér stað. 11.4.2012 20:15 Ósýnilega fyrirtækið með 350 manns í vinnu Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. 11.4.2012 19:45 Rætt um hvort leyfa eigi hreindýrum nýtt landnám Íbúar á Norðausturlandi hafa verið boðaðir til fundar á Þórshöfn í kvöld um nýtt landnám hreindýra. Merki sjást um að dýrin sæki í ný svæði á landinu utan hefðbundinna heimkynna á Austurlandi, en yfirvöld hafa til þessa brugðist við með því að skjóta slík dýr. 11.4.2012 19:30 Þyngd barna skráð í gagnagrunn Hægt verður að fylgjast með þyngd allra barna á Íslandi með nýjum gagnagrunni sem tekinn verður í notkun innan skamms. Yfirlæknir Barnaspítala Hringsins segir grunninn mjög mikilvægan í baráttunni fyrir bættri heilsu barna. 11.4.2012 18:45 Tundurdufl sprengt við Stapafell Landhelgisgæslan sprengdi tundurdufl við Stapafell fyrir stuttu. Mikill hvellur heyrðist frá sprengingunni. Svo mikill var hann að íbúi í Reykjanesbæ taldi að jarðskjálfti hefði riðið yfir. 11.4.2012 18:22 Sífellt færri börn skírð Hlutfall þeirra barna sem eru skírð í Þjóðkirkjunni hefur lækkað verulega á síðustu árum, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands. Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á vef Þjóðskrár voru um 69% barna skírð í Þjóðkirkjunni á síðustu fimm árum, eða á árunum 2007 til 2011. Á árunum fimm þar á undan, eða 2002-2006, var þetta hlutfall 78.2%. Á árunum 1997-2001 var þetta hlutfall tæp 86% og á árunum 1992-1996 var hlutfallið tæp 89%. Þessum tölum frá Þjóðskrá fylgja engar skýringar á því hvers vegna þessi fækkun hefur orðið. 11.4.2012 17:01 Þjóðleikhúsið kvartaði undan símaskrá - Borgarleikhúsið vann Þjóðleikhúsið kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunnar (PFS) um að Borgarleikhúsinu væri veittur aðgangur að símaskrá en leikhúsið og Já ehf. gerðu með sér samstarfssamningum að Borgarleikhúsið sæi um útlit og skreytingar á símaskránni sem kemur næst út. Við þetta vildi Þjóðleikhúsið ekki una í ljósi þess að símaskráin er prentuð í risaupplagi og svo er því reyndar haldið fram að símaskránni væri dreift inn á öll heimili. 11.4.2012 16:31 Ákvörðun um Manson tekin í dag Sérstök nefnd sem metur hvort raðmorðinginn Charles Manson mun verða látinn laus úr fangelsi mun úrskurða um málið í dag, að því er bandaríska blaðið Los Angelses Times greinir frá í dag. Ólíklegt þykir að Manson muni sjálfur koma fyrir nefndina þegar hún kynnir ákvörðun sína. Þetta er í tólfta sinn sem lögfræðingar Mansons krefjast reynslulausnar fyrir hann en hann var fundinn sekur um að skipuleggja morð á sjö manns árið 1969. 11.4.2012 16:09 Mikið annríki hjá slökkviliðinu á Ísafirði Mikið annríki var hjá slökkviliði Ísafjarðarbæjar í dymbilvikunni samkvæmt fréttavef vestfirska fréttavefsins Bæjarins bestu. 11.4.2012 16:01 Mikil skelfing greip um sig í Indónesíu Mikil skelfing greip um sig á meðal íbúa í Indónesíu í morgun þegar öflugir jarðskjálftar riðu yfir undan ströndum Aceh héraðs. 11.4.2012 15:57 Í 11 ára fangelsi fyrir að kveikja í húsgagnaverslun Gordon Thompson var í dag dæmdur í ellefu og hálfs árs fangelsi fyrir að kveikja í Reeves húsgagnaversluninni í Croydon í Lundúnaróeirðunum í fyrra. Thompson, sem er 34 ára gamall, var fundinn sekur um að hafa stefnt lífi fólks í hættu. Samkvæmt frásögn Sky fréttastöðinni reyndi hann að kveikja í Iceland og House of Fraser áður en hann beindi athygli sinni að House of Reeves. Verslunin var stofnuð árið 1867 og hafði verið í rekstur sömu fjölskyldu frá kynslóð til kynslóðar. 11.4.2012 14:33 Hugsanlegt að Falun Gong iðkendur verði með friðsama áminningu "Vonandi verður heimsókn hans tækifæri til þess að hreinsa okkur af þeirri smán sem við vorum sek um árið 2002," segir Þórdís Hauksdóttir, menntaskólakennari og Falun Gong iðkandi, þegar hún er innt viðbragða vegna fyrirhugaðrar heimsóknar forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao. Forsætisráðuneytið tilkynnti í hádeginu að von væri á ráðherranum í seinni hluta apríl mánaðar. 11.4.2012 14:28 Flóðbylgjuviðvörunum aflétt Flóðbylgjuviðvörunum hefur nú verið aflétt á Indlandshafi en um tíma leit út fyrir að flóðbylgjur gætu skollið á Indónesíu og fleiri löndum sem liggja að hafinu. Í morgun reið risaskjálfti sem mældist 8,7 stig yfir undan ströndum Aceh héraðs og skömmu síðar fylgdi annar litlu minni, eða 8,2 stig í kjölfarið. 11.4.2012 13:36 Borgaryfirvöld munu bregðast við hraðakstrinum á Granda Það er hægt að grípa til bráðabirgðaaðgerða og aðgerða til langs tíma til þess að bregðast við hraðakstri á Granda, segir Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi. Hann og Hildur Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi fluttu tillögu í umhverfis- og samgönguráði í gær um að farið verði í nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr hraðakstri í Ánanaustum, Grandatorgi, Hólmaslóð, Mýrargötu og nágrenni. Gísli segir að samgöngustjóra verði falið að móta hugmyndir til úrbóta en sjálfur hefur Gísli þó ýmsar hugmyndir um það sem hægt yrði að gera. 11.4.2012 13:13 Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11.4.2012 12:26 Simpson fjölskyldan býr í Oregon Eitt best geymda leyndarmál síðustu ára er nú komið fram í dagsljósið. Allt frá því fyrsti þátturinn af hinni geysivinsælu teiknimyndaseríu The Simpsons fór í loftið árið 1989 hafa menn velt því fyrir sér hvar í Bandaríkjunum heimabær fjölskyldunnar, Springfield, á að vera staðsettur. 11.4.2012 12:11 Öflugur eftirskjálfti - 8,2 stig - ný flóðbylgjuviðvörun Fregnir berast nú af því að öflugur eftirskjálfti hafi riðið yfir á sama svæði undan ströndum Indónesíu. Í morgun mældist fyrsti skjálftinn 8,6 stig en sá síðari mælist aðeins minni, eða 8,2 stig. Ný flóðbylgjuviðvörun hefur því verið gefin út en seinni skjálftinn varð á minna dýpi, eða um sextán kílómetrum undir yfirborðinu. Fyrri skjálftinn varð á 33 kílómetra dýpi. Sjónarvottar segja að sjórinn hafi sogast frá ströndinni um tíu metra, rétt áður en skjálftinn reið yfir. 11.4.2012 11:56 Linda segir ástandið skelfilegt og mikla geðshræringu ríkja "Við Ísabella erum bara tvær a ferðalagi en nokkuð hundruð manns a þessu resorti. Var sagt að fara eins hátt upp og við kæmumst en svo ekkert meir. Hér er bara beðið. Litlan mín sex ára er hrædd og vill komast heim. Segjum tvær." Þetta segir Linda Pétursdóttir sem er ein á ferðalagi með Ísabellu 6 ára dóttur sína í Tælandi þar sem fólk er á flótta upp í hæstu hæðir af ótta við flóðbylgju sem spáð er að geti orðið allt að sex metra há. 11.4.2012 11:40 Eldur í bíl á Þorfinnsgötu Slökkviliðið var kallað út nú rétt fyrir klukkan tvö vegna elds sem blossað hafði upp í bifreið á Þorfinnsgötu í Reykjavík. Um lítilsháttar eld reyndist vera að ræða og tók skamma stund að slökkva. Óljóst er um eldsupptök. 11.4.2012 14:01 Grikkir munu kjósa í maí Grikkir munu ganga til kosninga þann 6. maí næstkomandi, en undanfarið hefur starfsstjórn embættismanna verið þar við völd undir stjórn Lucas Papademos forsætisráðherra. BBC fréttastofan segir að forsætisráðherrann muni væntanlega ganga á fund Karolos Papoulias forseta til að biðja hann um að rjúfa þing. Þetta munu verða fyrstu kosningar í Grikklandi síðan að kreppa skall þar á. Kreppan hefur leitt til gríðarlegs niðurskurðar og mótmæla í landinu. 11.4.2012 13:57 Telja ólíklegt að flóðbylgja myndist Jarðfræðingur hjá áströlsku jarðvísindastofnuninni segir að svo virðist sem skjálftinn sem reið yfir á Indlandshafi sé ekki líklegur til að framkalla stóra flóðbylgju. Haft er eftir Gary Gibson sérfræðingi í þessum efnum á CNN fréttastöðinni að flekarnir sem skulfu í morgun hafi færst til lárétt, en ekki lóðrétt. 11.4.2012 11:14 Linda P með dóttur sína á flótta undan flóðbylgju Linda Pétursdóttir fegurðardrottning er ein þeirra sem eru á flótta vegna jarðskjálftans í Indónesíu sem varð í morgun. Linda hefur verið á ferðalagi með dóttur sinni í Tælandi undanfarna daga. Linda segir á facebooksíðu sinni að þær hafi verið að leggja af stað heim en eðlilega ekki komist. 11.4.2012 10:29 Liverpool fær ekki markvörð á neyðarláni Samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar fær Liverpool ekki að fá annan markvörð til liðsins á svokölluðu neyðarlánssamningi fyrir leik liðsins gegn Everton í ensku bikarkeppninni um helgina. 11.4.2012 10:25 Um helmingur ók of hratt á Borgarholtsbrautinni í gær Umferðarlagabrot 34 ökumanna voru mynduð á Borgarholtsbraut í Kópavogi í gær. Lögreglan Fylgdist einnig með ökutækjum sem var ekið Borgarholtsbraut í vesturátt, að Suðurbraut. 11.4.2012 10:24 Ari Trausti boðar til blaðamannafundar vegna forsetaframboðs „Við hjónin höfum unnið að því að taka endanlega ákvörðun um framboð til embættis forseta Íslands," segir í tilkynningu frá jarðeðlisfræðingnum Ara Trausta Guðmundssyni sem íhugar nú alvarlega forsetaframboð. Hann segir í tilkynningu til fjölmiðla að ákvörðun hans verði tilkynnt á blaðamannafundi á sumardaginn fyrsta, 19. apríl. Svo segir að það verði tilkynnt um stað og stund undir miðja næstu viku. 11.4.2012 10:09 Karlmaður í síbrotagæslu Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu til 2. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 11.4.2012 10:03 Mál Vítisenglanna tekið fyrir í dag Fyrirtaka verður í Héraðsdómi Reykjaness í dag vegna sakamáls tengt Vítisenglunum. Þannig hafa fimm einstaklingar verið ákærðir fyrir að misþyrma konu á heimili sínu í Hafnarfirði í desember síðastliðnum. 11.4.2012 09:59 Risaskjálfti undan ströndum Indónesíu Gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir í morgun undan ströndum Aceh héraðs í norðurhluta Indónesíu. Fyrstu niðurstöður Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar bentu til að skjálftinn hefði verið 8.9 stig en nú hefur talan verið minnkuð í 8,6 stig. Flóðbylgjuviðvörun er enn í gildi á gervöllu Indlandshafi. Ekki er ljóst enn sem komið er hvort flóðbylgja hafi myndast en yfirvöld í Aceh héraði óttast að allt að sex metra háar öldur geti skollið á strandhéruðum. 11.4.2012 09:10 Átta leigubílstjórar teknir af lífi Átta mexíkóskir leigubílstjórar voru teknir af lífi í tveimur aðskildum árásum í borginni Monterrey í gær. Mennirnir áttu það allir sameiginlegt að aka leigubíl án tilskilinna pappíra og segja mexíkóskir miðlar að líklegast hafi þeir neitað að borga glæpaklíkum verndargjöld en Monterrey hefur orðið illa úti í baráttu eiturlyfjahringanna um völd síðustu ár. Fimmtíu og tveir létu lífið þar í fyrra þegar ein alræmdasta klíkan, Zeturnar, kveikti í spilavíti. 11.4.2012 08:50 Tölvupungar fundust í fangelsinu á Akureyri Tveir svonefndir tölvupungar, til að tengja tölvur við Internetið, fundust við leit starfsmanna Fangelsismálastofnunar og lögreglunnar á Akureyri í klefum í fangelsinu á Akureyri í gærkvöldi. 11.4.2012 08:46 Dæla eldsneyti á flaugina Yfirvöld í Norður Kóreu segja að byrjað sé að dæla eldsneyti á eldflaugina sem sögð er eiga að koma gervihnetti á sporbaug um jörðu. 11.4.2012 08:43 Öryggisráðið þrýstir á Sýrlendinga Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í gærkvöldi og samþykkti ályktun þar sem stjórnvöld í Sýrlandi eru hvött til þess að breyta um stefnu og standa við gefin loforð um vopnahlé í landinu. 11.4.2012 08:37 Farþegum fjölgar hjá Icelandair Icelandair flutti 119 þúsund farþega í nýliðnum marsmánuði, sem er tuttugu og þriggja prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra. Sætafamboð var 15 prósentum meira nú en í fyra þannig að sætanýtingin jókst talsvert og nam rúmum 80 prósentum, sem þykir mjög gott á þessum árstíma. 11.4.2012 08:36 Kolmunnaveiðar hafnar Mörg stór fjölveiðiskip, sem luku loðnuvertíðinni í síðasta mánuði, eru nú á leið á kolmunnamiðin djúpt suður af Færeyjum, en kolmunnakvótinn í ár er rösklega 63 þúsund tonn. 11.4.2012 08:34 Bara Ástþór og Þóra búin að safna nógu Þóra Arnórsdóttir og Ástþór Magnússon eru einu forsetaframbjóðendurnir sem þegar hafa safnað þeim lágmarksfjölda meðmælenda sem þarf til að framboðið teljist gilt. Hinir eru mislangt komnir með söfnunina og sumir ekki einu sinni byrjaðir. 11.4.2012 08:00 Þór væntanlegur seint í apríl Viðgerðir á varðskipinu Þór munu taka lengri tíma en upphaflega var áformað. Nú er stefnt að því að skipið verði afhent fyrir lok apríl, en upphaflega stóð til að taka skipið aftur í notkun í byrjun mánaðarins. Vegna galla í annarri af aðalvélum skipsins þurfti að skipta um vélina, og var það gert í Noregi á kostnað Rolls Royce, framleiðanda vélarinnar. 11.4.2012 07:30 Sjá næstu 50 fréttir
Aldrei fleiri möguleikar í fluginu ISAVIA býst við að umfang flugstarfsemi í Keflavík slái öll fyrri met í sumar. Ráðist í endurbætur í Leifsstöð. Í sumar geta farþegar á leið til Lundúna, Berlínar, Alicante og Parísar valið á milli fjögurra flugfélaga. Í sumar er búist við að daglega fari um 15 þúsund farþegar um Leifsstöð þegar mest lætur. 12.4.2012 07:00
12% fleiri um Hellisheiðina Töluvert fleiri voru á faraldsfæti yfir nýafstaðna páskahelgi en um páskana í fyrra, samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar. Alls fóru ríflega 33 þúsund bílar um Hellisheiði, sem er um 12 prósenta aukning frá páskunum í fyrra, þegar tæplega 30 þúsund fóru um heiðina. Í ár fóru um 28 þúsund bílar um Hvalfjarðargöngin, en í fyrra voru bílarnir ríflega 27 þúsund talsins. 12.4.2012 07:00
Lýst eftir Sigurði Brynjari Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sigurði Brynjari Jenssyni. Sigurður Brynjar er fæddur árið 1996 og er búsettur í Grindavík. Sigurður Brynjar sást síðast í Reykjavík síðdegis í gær. 12.4.2012 18:16
Heimildarmynd rannsakar lækningarmátt tónlistar Sem ungur maður hafði Henry gamli dálæti á tónlist. Dóttir hans segir að hann hafi oft á tíðum dansað um göturnar líkt og Gene Kelly í "Singing in the Rain.“ En árin liðu og eftir að hafa verið í tíu ár á hjúkrunarheimili hefur þunglyndi heltekið hann. 11.4.2012 23:37
IBM þróar "snjall-gólf" Tæknifyrirtækið IBM hefur tryggt sér einkaleyfi á hinu svokallaða "snjall-gólfi.“Nýjungin þykir afar metnaðarfull og bindur fyrirtækið miklar vonir við hana. 11.4.2012 22:15
Charles Manson neitað um reynslulausn á ný Bandaríska fjöldamorðingjanum Charles Manson var neitað um reynslulausn í dag af dómstólum í Kaliforníu. Þetta er í tólfta sinn sem Manson fer fram á að verða sleppt úr haldi. 11.4.2012 21:27
Nærmynd af einum efnilegasta fótboltamanni heims Gylfi Þór Sigurðsson var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í nýliðnum mánuði. Ísland í dag ræddi við vini og skyldmenni Gylfa. 11.4.2012 21:00
Fékk 25 milljónir króna í vinning Karlmaður á miðjum aldri á Suðurlandi fékk 5 milljónir á trompmiðann sinn í Happdrætti Háskóla Íslands. Hann fimmfaldaði því vinninginn og fékk 25 milljónir króna í vinning. 11.4.2012 20:53
Flugbíllinn heillar Ómar "Það hefur lengi verið draumur minn að eiga svona bíl," sagði Ómar Ragnarsson í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þáttastjórnendur forvitnuðust um skoðun Ómars á nýlegum flugbíl sem hannaður var af verkfræðingum í Bandaríkjunum. 11.4.2012 20:45
"Við þurfum opna umræðu um stöðu stjúpforeldra við skilnað" "Þetta er þörf umræða,“ sagði Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Einar ræddi við þáttastjórnendur um réttindi stjúpforeldra þegar skilnaður á sér stað. 11.4.2012 20:15
Ósýnilega fyrirtækið með 350 manns í vinnu Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. 11.4.2012 19:45
Rætt um hvort leyfa eigi hreindýrum nýtt landnám Íbúar á Norðausturlandi hafa verið boðaðir til fundar á Þórshöfn í kvöld um nýtt landnám hreindýra. Merki sjást um að dýrin sæki í ný svæði á landinu utan hefðbundinna heimkynna á Austurlandi, en yfirvöld hafa til þessa brugðist við með því að skjóta slík dýr. 11.4.2012 19:30
Þyngd barna skráð í gagnagrunn Hægt verður að fylgjast með þyngd allra barna á Íslandi með nýjum gagnagrunni sem tekinn verður í notkun innan skamms. Yfirlæknir Barnaspítala Hringsins segir grunninn mjög mikilvægan í baráttunni fyrir bættri heilsu barna. 11.4.2012 18:45
Tundurdufl sprengt við Stapafell Landhelgisgæslan sprengdi tundurdufl við Stapafell fyrir stuttu. Mikill hvellur heyrðist frá sprengingunni. Svo mikill var hann að íbúi í Reykjanesbæ taldi að jarðskjálfti hefði riðið yfir. 11.4.2012 18:22
Sífellt færri börn skírð Hlutfall þeirra barna sem eru skírð í Þjóðkirkjunni hefur lækkað verulega á síðustu árum, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands. Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á vef Þjóðskrár voru um 69% barna skírð í Þjóðkirkjunni á síðustu fimm árum, eða á árunum 2007 til 2011. Á árunum fimm þar á undan, eða 2002-2006, var þetta hlutfall 78.2%. Á árunum 1997-2001 var þetta hlutfall tæp 86% og á árunum 1992-1996 var hlutfallið tæp 89%. Þessum tölum frá Þjóðskrá fylgja engar skýringar á því hvers vegna þessi fækkun hefur orðið. 11.4.2012 17:01
Þjóðleikhúsið kvartaði undan símaskrá - Borgarleikhúsið vann Þjóðleikhúsið kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunnar (PFS) um að Borgarleikhúsinu væri veittur aðgangur að símaskrá en leikhúsið og Já ehf. gerðu með sér samstarfssamningum að Borgarleikhúsið sæi um útlit og skreytingar á símaskránni sem kemur næst út. Við þetta vildi Þjóðleikhúsið ekki una í ljósi þess að símaskráin er prentuð í risaupplagi og svo er því reyndar haldið fram að símaskránni væri dreift inn á öll heimili. 11.4.2012 16:31
Ákvörðun um Manson tekin í dag Sérstök nefnd sem metur hvort raðmorðinginn Charles Manson mun verða látinn laus úr fangelsi mun úrskurða um málið í dag, að því er bandaríska blaðið Los Angelses Times greinir frá í dag. Ólíklegt þykir að Manson muni sjálfur koma fyrir nefndina þegar hún kynnir ákvörðun sína. Þetta er í tólfta sinn sem lögfræðingar Mansons krefjast reynslulausnar fyrir hann en hann var fundinn sekur um að skipuleggja morð á sjö manns árið 1969. 11.4.2012 16:09
Mikið annríki hjá slökkviliðinu á Ísafirði Mikið annríki var hjá slökkviliði Ísafjarðarbæjar í dymbilvikunni samkvæmt fréttavef vestfirska fréttavefsins Bæjarins bestu. 11.4.2012 16:01
Mikil skelfing greip um sig í Indónesíu Mikil skelfing greip um sig á meðal íbúa í Indónesíu í morgun þegar öflugir jarðskjálftar riðu yfir undan ströndum Aceh héraðs. 11.4.2012 15:57
Í 11 ára fangelsi fyrir að kveikja í húsgagnaverslun Gordon Thompson var í dag dæmdur í ellefu og hálfs árs fangelsi fyrir að kveikja í Reeves húsgagnaversluninni í Croydon í Lundúnaróeirðunum í fyrra. Thompson, sem er 34 ára gamall, var fundinn sekur um að hafa stefnt lífi fólks í hættu. Samkvæmt frásögn Sky fréttastöðinni reyndi hann að kveikja í Iceland og House of Fraser áður en hann beindi athygli sinni að House of Reeves. Verslunin var stofnuð árið 1867 og hafði verið í rekstur sömu fjölskyldu frá kynslóð til kynslóðar. 11.4.2012 14:33
Hugsanlegt að Falun Gong iðkendur verði með friðsama áminningu "Vonandi verður heimsókn hans tækifæri til þess að hreinsa okkur af þeirri smán sem við vorum sek um árið 2002," segir Þórdís Hauksdóttir, menntaskólakennari og Falun Gong iðkandi, þegar hún er innt viðbragða vegna fyrirhugaðrar heimsóknar forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao. Forsætisráðuneytið tilkynnti í hádeginu að von væri á ráðherranum í seinni hluta apríl mánaðar. 11.4.2012 14:28
Flóðbylgjuviðvörunum aflétt Flóðbylgjuviðvörunum hefur nú verið aflétt á Indlandshafi en um tíma leit út fyrir að flóðbylgjur gætu skollið á Indónesíu og fleiri löndum sem liggja að hafinu. Í morgun reið risaskjálfti sem mældist 8,7 stig yfir undan ströndum Aceh héraðs og skömmu síðar fylgdi annar litlu minni, eða 8,2 stig í kjölfarið. 11.4.2012 13:36
Borgaryfirvöld munu bregðast við hraðakstrinum á Granda Það er hægt að grípa til bráðabirgðaaðgerða og aðgerða til langs tíma til þess að bregðast við hraðakstri á Granda, segir Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi. Hann og Hildur Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi fluttu tillögu í umhverfis- og samgönguráði í gær um að farið verði í nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr hraðakstri í Ánanaustum, Grandatorgi, Hólmaslóð, Mýrargötu og nágrenni. Gísli segir að samgöngustjóra verði falið að móta hugmyndir til úrbóta en sjálfur hefur Gísli þó ýmsar hugmyndir um það sem hægt yrði að gera. 11.4.2012 13:13
Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11.4.2012 12:26
Simpson fjölskyldan býr í Oregon Eitt best geymda leyndarmál síðustu ára er nú komið fram í dagsljósið. Allt frá því fyrsti þátturinn af hinni geysivinsælu teiknimyndaseríu The Simpsons fór í loftið árið 1989 hafa menn velt því fyrir sér hvar í Bandaríkjunum heimabær fjölskyldunnar, Springfield, á að vera staðsettur. 11.4.2012 12:11
Öflugur eftirskjálfti - 8,2 stig - ný flóðbylgjuviðvörun Fregnir berast nú af því að öflugur eftirskjálfti hafi riðið yfir á sama svæði undan ströndum Indónesíu. Í morgun mældist fyrsti skjálftinn 8,6 stig en sá síðari mælist aðeins minni, eða 8,2 stig. Ný flóðbylgjuviðvörun hefur því verið gefin út en seinni skjálftinn varð á minna dýpi, eða um sextán kílómetrum undir yfirborðinu. Fyrri skjálftinn varð á 33 kílómetra dýpi. Sjónarvottar segja að sjórinn hafi sogast frá ströndinni um tíu metra, rétt áður en skjálftinn reið yfir. 11.4.2012 11:56
Linda segir ástandið skelfilegt og mikla geðshræringu ríkja "Við Ísabella erum bara tvær a ferðalagi en nokkuð hundruð manns a þessu resorti. Var sagt að fara eins hátt upp og við kæmumst en svo ekkert meir. Hér er bara beðið. Litlan mín sex ára er hrædd og vill komast heim. Segjum tvær." Þetta segir Linda Pétursdóttir sem er ein á ferðalagi með Ísabellu 6 ára dóttur sína í Tælandi þar sem fólk er á flótta upp í hæstu hæðir af ótta við flóðbylgju sem spáð er að geti orðið allt að sex metra há. 11.4.2012 11:40
Eldur í bíl á Þorfinnsgötu Slökkviliðið var kallað út nú rétt fyrir klukkan tvö vegna elds sem blossað hafði upp í bifreið á Þorfinnsgötu í Reykjavík. Um lítilsháttar eld reyndist vera að ræða og tók skamma stund að slökkva. Óljóst er um eldsupptök. 11.4.2012 14:01
Grikkir munu kjósa í maí Grikkir munu ganga til kosninga þann 6. maí næstkomandi, en undanfarið hefur starfsstjórn embættismanna verið þar við völd undir stjórn Lucas Papademos forsætisráðherra. BBC fréttastofan segir að forsætisráðherrann muni væntanlega ganga á fund Karolos Papoulias forseta til að biðja hann um að rjúfa þing. Þetta munu verða fyrstu kosningar í Grikklandi síðan að kreppa skall þar á. Kreppan hefur leitt til gríðarlegs niðurskurðar og mótmæla í landinu. 11.4.2012 13:57
Telja ólíklegt að flóðbylgja myndist Jarðfræðingur hjá áströlsku jarðvísindastofnuninni segir að svo virðist sem skjálftinn sem reið yfir á Indlandshafi sé ekki líklegur til að framkalla stóra flóðbylgju. Haft er eftir Gary Gibson sérfræðingi í þessum efnum á CNN fréttastöðinni að flekarnir sem skulfu í morgun hafi færst til lárétt, en ekki lóðrétt. 11.4.2012 11:14
Linda P með dóttur sína á flótta undan flóðbylgju Linda Pétursdóttir fegurðardrottning er ein þeirra sem eru á flótta vegna jarðskjálftans í Indónesíu sem varð í morgun. Linda hefur verið á ferðalagi með dóttur sinni í Tælandi undanfarna daga. Linda segir á facebooksíðu sinni að þær hafi verið að leggja af stað heim en eðlilega ekki komist. 11.4.2012 10:29
Liverpool fær ekki markvörð á neyðarláni Samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar fær Liverpool ekki að fá annan markvörð til liðsins á svokölluðu neyðarlánssamningi fyrir leik liðsins gegn Everton í ensku bikarkeppninni um helgina. 11.4.2012 10:25
Um helmingur ók of hratt á Borgarholtsbrautinni í gær Umferðarlagabrot 34 ökumanna voru mynduð á Borgarholtsbraut í Kópavogi í gær. Lögreglan Fylgdist einnig með ökutækjum sem var ekið Borgarholtsbraut í vesturátt, að Suðurbraut. 11.4.2012 10:24
Ari Trausti boðar til blaðamannafundar vegna forsetaframboðs „Við hjónin höfum unnið að því að taka endanlega ákvörðun um framboð til embættis forseta Íslands," segir í tilkynningu frá jarðeðlisfræðingnum Ara Trausta Guðmundssyni sem íhugar nú alvarlega forsetaframboð. Hann segir í tilkynningu til fjölmiðla að ákvörðun hans verði tilkynnt á blaðamannafundi á sumardaginn fyrsta, 19. apríl. Svo segir að það verði tilkynnt um stað og stund undir miðja næstu viku. 11.4.2012 10:09
Karlmaður í síbrotagæslu Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu til 2. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 11.4.2012 10:03
Mál Vítisenglanna tekið fyrir í dag Fyrirtaka verður í Héraðsdómi Reykjaness í dag vegna sakamáls tengt Vítisenglunum. Þannig hafa fimm einstaklingar verið ákærðir fyrir að misþyrma konu á heimili sínu í Hafnarfirði í desember síðastliðnum. 11.4.2012 09:59
Risaskjálfti undan ströndum Indónesíu Gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir í morgun undan ströndum Aceh héraðs í norðurhluta Indónesíu. Fyrstu niðurstöður Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar bentu til að skjálftinn hefði verið 8.9 stig en nú hefur talan verið minnkuð í 8,6 stig. Flóðbylgjuviðvörun er enn í gildi á gervöllu Indlandshafi. Ekki er ljóst enn sem komið er hvort flóðbylgja hafi myndast en yfirvöld í Aceh héraði óttast að allt að sex metra háar öldur geti skollið á strandhéruðum. 11.4.2012 09:10
Átta leigubílstjórar teknir af lífi Átta mexíkóskir leigubílstjórar voru teknir af lífi í tveimur aðskildum árásum í borginni Monterrey í gær. Mennirnir áttu það allir sameiginlegt að aka leigubíl án tilskilinna pappíra og segja mexíkóskir miðlar að líklegast hafi þeir neitað að borga glæpaklíkum verndargjöld en Monterrey hefur orðið illa úti í baráttu eiturlyfjahringanna um völd síðustu ár. Fimmtíu og tveir létu lífið þar í fyrra þegar ein alræmdasta klíkan, Zeturnar, kveikti í spilavíti. 11.4.2012 08:50
Tölvupungar fundust í fangelsinu á Akureyri Tveir svonefndir tölvupungar, til að tengja tölvur við Internetið, fundust við leit starfsmanna Fangelsismálastofnunar og lögreglunnar á Akureyri í klefum í fangelsinu á Akureyri í gærkvöldi. 11.4.2012 08:46
Dæla eldsneyti á flaugina Yfirvöld í Norður Kóreu segja að byrjað sé að dæla eldsneyti á eldflaugina sem sögð er eiga að koma gervihnetti á sporbaug um jörðu. 11.4.2012 08:43
Öryggisráðið þrýstir á Sýrlendinga Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í gærkvöldi og samþykkti ályktun þar sem stjórnvöld í Sýrlandi eru hvött til þess að breyta um stefnu og standa við gefin loforð um vopnahlé í landinu. 11.4.2012 08:37
Farþegum fjölgar hjá Icelandair Icelandair flutti 119 þúsund farþega í nýliðnum marsmánuði, sem er tuttugu og þriggja prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra. Sætafamboð var 15 prósentum meira nú en í fyra þannig að sætanýtingin jókst talsvert og nam rúmum 80 prósentum, sem þykir mjög gott á þessum árstíma. 11.4.2012 08:36
Kolmunnaveiðar hafnar Mörg stór fjölveiðiskip, sem luku loðnuvertíðinni í síðasta mánuði, eru nú á leið á kolmunnamiðin djúpt suður af Færeyjum, en kolmunnakvótinn í ár er rösklega 63 þúsund tonn. 11.4.2012 08:34
Bara Ástþór og Þóra búin að safna nógu Þóra Arnórsdóttir og Ástþór Magnússon eru einu forsetaframbjóðendurnir sem þegar hafa safnað þeim lágmarksfjölda meðmælenda sem þarf til að framboðið teljist gilt. Hinir eru mislangt komnir með söfnunina og sumir ekki einu sinni byrjaðir. 11.4.2012 08:00
Þór væntanlegur seint í apríl Viðgerðir á varðskipinu Þór munu taka lengri tíma en upphaflega var áformað. Nú er stefnt að því að skipið verði afhent fyrir lok apríl, en upphaflega stóð til að taka skipið aftur í notkun í byrjun mánaðarins. Vegna galla í annarri af aðalvélum skipsins þurfti að skipta um vélina, og var það gert í Noregi á kostnað Rolls Royce, framleiðanda vélarinnar. 11.4.2012 07:30